Davíð Ólafsson bassi og Stefán H. Stefánsson tenór. verða einsöngvarar á vortónleikum Breiðfirðingakórsins laugardaginn 17. apríl kl. 18 í Guðríðarkirkju í Grafarholti.
Dagskráin er fjölbreytt þar sem blandað er saman hefðbundnum íslenskum kórlögum og erlendum lögum af ýmsu tagi.
Stjórnandi kórsins er Judith Þorbergsson og um undirleik sér Helgi Már Hannesson. Með kórnum leika þau Hannah Rós Sigurðardóttir á trompet og Sigurður Þorbergsson á básúnu
Aðgangseyrir kr. 2.000 og 1.500 í forsölu hjá kórfélögum. Frítt fyrir 12 ára og yngri. Boðið verður upp á kaffi í hléi.