Cavalleria Rusticana í ÍÓ 9.-15. apríl


Það er fríður flokkurinn sem sýnir Cavalleria Rusticana (ath. að áherslan er á -er í Cavalleria), í Íslensku óperunni undir forystu Elínar Óskar Óskarsdóttur.  Uppfærslan er samstarfsverkefni Íslensku óperunnar og Óperukórs Hafnarfjarðar.  Það er um að gera að tryggja sér miða sem fyrst.  Stjórnandi Óperukórs Hafnarfjarðar er Elín Ósk Óskarsdóttir.
Einsöngvarar:
Santuzza – Elín Ósk Óskarsdóttir
Turiddu – Jóhann Friðgeir Valdimarsson
Alfio –  Ólafur Kjartan Sigurðarson
Mamma Lucia – Hörn Hrafnsdóttir
Lola – Þórunn Stefánsdóttir 
Auk þeirra taka þátt 64 kórfélagar og yfir 40 manna hljómsveit Íslensku óperunnar.
Hljómsveitarstjóri Kurt Kopecky. Leikstjóri Ingólfur Niels Árnason.
Úr gagnrýni Silju Aðalsteinsdóttur um sýninguna í Viðskiptablaðinu:
„Jóhann Friðgeir syngur og leikur hinn rustalega, fjöllynda en hjartgóða elskuhuga, Túríddú, af krafti og einlægni /…/ Á móti honum gaf Elín Ósk sig alla í Santúzzu, og það er ekkert smá sem hún á þegar harmur og sært stolt er annars vegar.
/…/Þórunn Stefánsdóttir var fögur og kúl Lóla – bláklædd eins og álfkona – og fór vel með sitt. Eins og venjulega kom léttleikinn og fjörið inn á sviðið með Ólafi Kjartani sem gerði Alfíó að sannfærandi lukkupamfíl – en líka hiklausan í sínum kalda hefndarþorsta./…/ Kórinn söng vel og myndaði þétt baksvið fyrir þessi harkalegu átök, og hljómsveitin var fín undir stjórn Kurts Kopecky."

Sýningardagar:
Mánudagur 9. apríl kl. 17 – UPPSELT
Miðvikudagur 11. apríl kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Laugardagur 14. apríl kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sunnudagur 15. apríl kl. 17 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
 
Miðasala fer fram í Íslensku óperunni. Sími miðasölu: 511 4200. Kaupa miða Miðaverð kr. 4.000

Viðtal við Ellu á opera.is