“Skrekkur, tækni og tækifæri” – Ráðstefna FÍS 27. ágúst 2016

Ráðstefna FÍS 2016

Skrekkur, tækni og tækifæri”

Laugardaginn 27. ágúst í „Rauða húsinu“ á Eyrarbakka

DAGSKRÁ

9:00 – 9:30  Skráning og morgunkaffi

9:30 – 10:15  Hristingur

Anna Berglind Júlísdóttir hitar upp fyrir daginn

10:30 – 11:10  Mækar og meira”

Margrét Eir fer í gegnum grunnatriði í notkun á hljóðnema og uppsetningu á litlum hljóðkerfum

11:15 – 11:45  ”Nýr framhaldsskóli í tónlist?”

Þórunn Guðmundsdóttir aðst.skólastjóri segir frá

11:45 – 12:15  ”Made in the USA”

Dísela Lárusdóttir segir frá reynslu sinni vestan Atlandsála

12:15 – 12:55  Hádegisverðarhlé

13:00 – 14:00  „Creating carrieers – Start-up Óperusöngvari“

Ingunn Sighvatsdóttir umboðsmaður í Berlín segir okkur frá sínu starfi og nútímakröfum til söngvara

14:10 – 14:40  Frammistöðukvíði söngvara

Hulda Sif Ólafsdóttir talar um sviðsskrekk frá fræðilegu sjónarhorni

14:50 – 15:40  Söngkeppni FÍS

Viðar Gunnarsson kynnir söngkeppni FÍS 2017

15:40 – 16:00  Kaffi að hætti hússins

16:00 – 18:00  “Ítalska sönghefðin”

Masterclass með Kristjáni Jóhannssyni, Magnúsi Lyngdal Magnússyni og Antoníu Hevesi píanóleikara.

18:00–18:30 Ráðstefnulok með léttum veitingum í boði félagsins

Fyrirsöngur í Íslensku óperunni

IO - merki

Fyrirsöngur hjá Íslensku óperunni 11.apríl 2016

Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að Íslenska óperan frumsýndi Don Giovanni á dögunum, enda hefur óperan reynt að ná til fólks með mikilli auglýsingaherferð.

Í framhaldi af frumsýningunni hefur óperan auglýst opinn fyrirsöng.  Það er auðvitað mjög ánægjulegt að nýr óperustjóri vilji hlusta á íslenska söngvara til þess að sjá hve úrvalið er mikið af frábærum söngvurum, sem við getum státað af m.a. vegna starfa okkar félagsmanna.

Umsækjendur þurfa að skila inn skriflegri umsókn  ásamt mynd og upptöku fyrir 31.mars 2016  Vinsamlegast sendið umsóknina á opera@opera.is

Boðað verður í fyrirsönginn stuttu eftir umsóknarfrestinn og verður þá gefin upp nánari tíma- og staðsetning fyrir hvern söngvara. Píanóleikari er á vegum Íslensku óperunnar og skal nótum skilað til hans amk viku fyrr.

Toi, toi, toi

Alþjóðlegur dagur raddarinnar

WVD_logo_square-01-isl

 

Í tilefni af alþjóðlegum degi raddarinnar, fimmtudaginn 16. apríl, býður Söngskólinn í Reykjavík gestum og gangandi að koma og heimsækja skólann frá kl. 14:00 – 18:00 og kynna sér starfsemi hans t.d. með því að koma inn í söngtíma eða yfirstandandi hóptíma t.d. kennslu í tónfræði eða tónheyrn.

Kl 18:00 hefst svo aukaæfing hjá Óperukórnum í tónleikasal Söngskólans í Reykjavík í tilefni af degi raddarinnar.  Þeir sem hafa áhuga eru velkomnir á æfinguna því það eru spennandi tónleikar í uppsiglingu og síðan verður brugðið á leik með fjöldasöng ef næg þátttaka verður.

Söngskóli Sigurðar Demetz verður einnig með opið hús fyrir gesti og gangandi.  Fólk er hvatt til að koma í heimsókn til að kynna sér starfsemi þessara skóla.

Svo skemmtilega vill til að Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz frumsýnir söngleikinn „Gullna hliðið“ í Iðnó þ. 16. apríl n.k.

Heimasíða hins alþjóðlega dags raddarinnar er : http://www.world-voice-day.org/

Einnig erum við á Facebook:  https://www.facebook.com/groups/Radddagurinn/