VOX DOMINI 2017

Forkeppnin

Eins og fram hefur komið þá fer forkeppnin fram í Söngskólanum í Reykjavík, að Snorrabraut 54, 105 Reykjavík, sem hér segir:

Föstudagur 27. jan – Forkeppni í Söngskólanum í Reykjavík

Kl. 15:00 – 16:00 Miðstig

Kl. 16:00 – 17:45 Framhaldsstig

Kl. 18:00 – 20:00 Opinn flokkur I (A – H)

Kl. 20:00 – 22:00 Opinn flokkur II (I – Ö)

Keppendum verður raðað í stafrófsröð. Þátttakendur skulu vera komnir í skólann eigi síðar en hálf tíma áður en keppnin hefst.

Allir keppendur syngja eitt íslenskt sönglag að hámarki þrjár mínútur og hafa annað tilbúið að eigin vali, að hámarki þrjár mínútur í forkeppninni fyrir stjórn FÍS, ef þurfa þykir.

Stjórn FÍS velur að hámarki tíu þátttakendur úr hverjum flokki í undanúrslit.

Að kvöldi forkeppninnar mun dómnefnd senda þátttakendum tölvupóst með upplýsingum um hvort viðkomandi hafi komist áfram í undanúrslit. Athugið að, þar sem um fjöldapóst er að ræða, getur tölvupósturinn lent í ruslahólfinu.

Við biðjum ykkur því að fylgjast vel með tölvupóstum en einnig verða upplýsingar birtar á heimasíðu félagsins www.fisis.is

Þeir sem nýta sér meðleikara keppninnar geta verið í sambandi við Antoníu Hevesi í síma 864 2125 eða antoniahevesi@gmail.com

Ef forföll verða af einhverjum ástæðum, þá biðjum við ykkur að láta vita sem fyrst.

Einnig ef breytingar verða varðandi meðleikara þá biðjum við ykkur að láta okkur vita á fisis@fisis.is

Undanúrslit

Laugardagur 28. jan – Undanúrslit Tónlistarskólinn í Garðabæ

Kl. 13:00 Miðstig 

Kl. 14:00 Framhaldsstig

Kl. 16:00 Opinn flokkur

Úrslit – Takið eftir breyttri tímasetningu

Sunnudagur 29. jan – Úrslit Salurinn í Kópavogi

Kl. 19:00

Miðstig 

Framhaldsstig 

Opinn flokkur 

Söngkeppni Félags íslenskra söngkennara 2017

VOX DOMINI

Í byrjun næsta árs eða dagana 27. janúar til 29. janúar hleypum við af stokkunum söngkeppni fyrir söngvara sem stundað hafa nám í íslenskum tónlistarskólum.  Keppni þessi er fyrst og fremst hugsuð fyrir söngvara og nemendur í klassískum söng.  Nú gefst íslenskum söngvurum loks kostur á að taka þátt í söngkeppni en fyrir nokkrum áratugum var íslenska sjónvarpið með slíka keppni en hefur ekki verið starfrækt lengi.  Lengra komnum söngvurum, sem eru að feta sín fyrstu spor á söngferlinum og einnig nemendum sem hafa lokið miðstigi eiga þess kost að taka þátt í keppni þessari.  Nánari reglur um tilhögun og kröfur gefur að líta hér.

Keppni félagsins hefur hlotið nafnið:

logo-vox-domini

 

 

Með þessari keppni gefst íslenskum sögvurum og söngvurum framtíðarinnar kostur á að koma fram en eins og félagsmenn okkar vita þá er stór þáttur í náminu og þroska söngvarans að koma fram, aftur og aftur.

Umsóknarfrestur til þess að tilkynna þátttöku er til 30. nóv. n.k.  Hægt er að fylla út umsókn hér á vefnum en einnig er hægt að hlaða niður umsóknareyðublaði hér.  Jafnframt þarf að senda með afrit af prófskírteini og afrit af greiðslukvittun fyrir greiðslu þátttökugjalds.

Þátttökugjaldið er kr. 5.000,-   Ef þátttakandi kemst áfram í undankeppni og eða úrslit greiðist kr. 10.000,- til viðbótar inn á bankareikning félagsins nr. 526-26-6460, kennitala 641105-2360.

Ráðstefna FÍS í Rauða húsinu

Eins og flestum félagsmönnum er kunnugt um þá er hin árlega ráðstefna félagsins þ. 27. ágúst n.k.  Nokkur forföll hafa orðið frá því við kynntum ráðstefnuna nú í vor.  Hér að neðan gefur að líta endurskoðaða dagskrá.

Okkur hefur tekist að fá Þórunni Guðmundssdóttur, aðst. skólastjóra Tónlistarskólans til að segja okkur frá hinum nýja framhaldsskóla í tónlist, sem mun hefja starf nú á næstu dögum, ef marka má nýjustu fréttir.

Einnig hefur okkur tekist að fá Dísellu Lárusdóttur til að segja okkur frá hvernig ungur söngvari kemur sér á framfæri í Bandaríkjunum.

Við erum þeim Þórunni og Dísellu afskaplega þakklát fyrir að bregðast svona vel við með svo stuttum fyrirvara.

Svona lítur svo dagskráin út:

Ráðstefna FÍS 2016

Skrekkur, tækni og tækifæri”

Laugardaginn 27. ágúst í „Rauða húsinu“ á Eyrarbakka

DAGSKRÁ

9:00 – 9:30  Skráning og morgunkaffi

9:30 – 10:15  Hristingur

Anna Berglind Júlísdóttir hitar upp fyrir daginn

10:30 – 11:10  Mækar og meira”

Margrét Eir fer í gegnum grunnatriði í notkun á hljóðnema og uppsetningu á litlum hljóðkerfum

11:15 – 11:45  ”Nýr framhaldsskóli í tónlist?”

Þórunn Guðmundsdóttir aðst.skólastjóri segir frá

11:45 – 12:15  ”Made in the USA”

Dísela Lárusdóttir segir frá reynslu sinni vestan Atlandsála

12:15 – 12:55  Hádegisverðarhlé

13:00 – 14:00  „Creating carrieers – Start-up Óperusöngvari“

Ingunn Sighvatsdóttir umboðsmaður í Berlín segir okkur frá sínu starfi og nútímakröfum til söngvara

14:10 – 14:40  Frammistöðukvíði söngvara

Hulda Sif Ólafsdóttir talar um sviðsskrekk frá fræðilegu sjónarhorni

14:50 – 15:40  Söngkeppni FÍS

Viðar Gunnarsson kynnir söngkeppni FÍS 2017

15:40 – 16:00  Kaffi að hætti hússins

16:00 – 18:00  “Ítalska sönghefðin”

Masterclass með Kristjáni Jóhannssyni, Magnúsi Lyngdal Magnússyni og Antoníu Hevesi píanóleikara.

18:00–18:30 Ráðstefnulok með léttum veitingum í boði félagsins