Rödd ársins 2018

Nú er Vox Domini 2018 lokið.  Við eigum mikið af hæfileikafólki í hópi söngvara og það var virkilega gaman að sjá alla sem tóku þátt um helgina.  Sigurvegarar í svona keppnum eru auðvitað allir sem taka þátt, það verður aldrei of oft sagt.

En úrslit keppninnar í ár voru svona:

Opinn flokkur
1. sæti og jafnframt Rödd ársins – Íris Björk Gunnarsdóttir
2. sæti og áhorfendaverðlaun – Sólveig Sigurðardóttir
3. sæti Dagur Þorgrímsson

Framhaldsflokkur
1. sæti – Ásta Marý Stefánsdóttir
2. sæti – Sigurður Vignir Jóhannsson
3. sæti – Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir

Miðflokkur
1. sæti – Ólafur Freyr Birkisson
2. sæti – Katrín Eir Óðinsdóttir
3. sæti – Vera Sif Brynjudóttir

Við viljum þakka kærlega öllum sem með einum eða öðrum hætti gerðu þessa keppni að því sem hún varð:
Tónlistarskóla Kópavogs og  Tónlistarskóla Garðabæjar fyrir afnot af aðstöðu þeirra.
Salurinn í Kópavogi gaf miða á Tíbrártónleika
Sinfoníuhljómsveit Íslands gaf miða á tónleika að eigin vali.
Íslenska Óperan gaf miða á uppfærslu óperunnar,
Nótnaútgáfan Ísalög gaf nótnabækur með einsöngslögum eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Pál Ísólfsson, Karl O. Runólfsson og nýja útgáfu af íslenskum sönglögum með íslenskum og enskum söngtexta.
Sönghátíðin í Hafnarborg gefur þátttöku í masterklass hjá Kristni Sigmundssyni,  þátttöku á tónleikum í lok masterklass, upptaka á tónleikum og miða á alla viðburði hátíðarinnar.
Félag íslenskra söngkennara gefur söngtíma hjá Janet Williams.
Miðar á Óperudrauginn
Fyrstu verðlaun í opnum flokki fá tónleika sér að kostnaðarlausu í Kaldalóni í Hörpu auk þess að hljóta titilinn rödd ársins 2018.

Aðalfundur FÍS 21. október 2017

Aðalfundur FÍS verður haldinn 21. október 2017 kl. 10:00 á 3. hæð í húsnæði LHÍ (Skjár 1 var þar áður til húsa). Venjuleg aðalfundarstörf í bland við góðan hitting og hressingar.

Dagskrá fundarins:

  • Hressing
  • Venjuleg aðalfundarstörf
  • Skýrsla stjórnar
  • Endurskoðaðir reikningar
  • Stjórnarkjör
  • Ákvörðun árgjalds. Lagt er til að hækka félagsgjaldið úr 3.000 kr. í 3.500 kr.
  • Önnur mál

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest

„Gleði og gott gengi“ – ráðstefna FÍS haldin 2. september í Gjánni Grindavík

Árleg ráðstefna Félags íslenskra söngkennara, FÍS, verður haldin laugardaginn 2. september í Gjánni í Grindavík. Dagskráin hefur breyst aðeins frá því sem áður var auglýst.

Við höfum fengið til okkar marga áhugaverða fyrirlesara, m.a. Guðlaugu Dröfn sem segir okkur frá FÍH skólanum og rythmísku námsskránni, Egil Árna sem segir okkur frá tölvutækni og hvernig hægt er að nýta hana í kennslu, Ingu Guðmundsdóttur sem fjallar um jákvæða sálfræði og Matta Osvald markþjálfa. Síðast en ekki síst höfum við fengið til okkar David Jones til að halda masterclass í lok ráðstefnu. Hann hefur áður haldið masterclass hér á landi svo hann ætti að vera mörgum að góðu kunnugur.

Við ætlum að brjóta upp hið hefðbundna ráðstefnuform og hafa hópavinnu þar sem hver og einn þátttakandi fær að taka þátt í fjórum hópum. Þetta er nýbreytni hjá okkur og vonumst við til að þetta mælist vel fyrir.

Félagsmönnum gefst kostur á snemmskráningargjaldi fram til 20. júní  á 11.000 kr. en eftir það er ráðstefnugjaldið 16.000 kr. Hægt er að leggja staðfestingargjaldið inn á reikningsnr. 0526-26-006460, kennitala 641105-2360.

Hér að neðan er dagskráin:

9:00 – 9:30 Skráning og morgunkaffi

9:30 – 10:00 Salsahristingur – Elías Snorrason

10:15 – 10:45 FÍH skólinn og rythmiska námsskráin – Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir

11:00 – 12:00 Sigraðu sjálfa/n þig. Árangursríkt hugarfar – Matti Osvald PCC markþjálfi

12:00 – 13:00 Hádegishlé

13:00 – 13:45 Tölvutækni og kennsla – Egill Árni Pálsson

13:45 – 14:30 Jákvæð Sálfræði – Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir

14:30 – 15:45 Hópavinna

Hópur 1. Markaðssetning
Hópur 2. Gagnabanki
Hópur 3. Námskráin
Hópur 4. Ímynd tónlistarkennslu

15:45 – 16:00 Kaffi

16:00 – 18:00 Masterclass með David Jones

David Jones hefur haldið masterclassa um allan heim. Endilega skoðið heimasíðu hans þar sem hann birtir ýmsar greinar tengdar söngkennslu: http://www.voiceteacher.com/

Maestro David Jones