Ráðstefna FÍS á Hlöðum á Hvalfjarðarströnd

Fyrirsögn


 

hladir07Eins og undanfarin ár þá verður FÍS með sína árlegu ráðstefnu að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Ráðstefnur þessar eru orðnar fastur liður í starfsemi félagsins og mikil ánægja hefur verið meðal félagsmanna með þetta framtak.  Hvetjum við félagsmenn til að fjölmenna á ráðstefnuna og einnig að vekja athygli annarra félagsmanna á þessum viðburði.  Sjá kort.  Með því að smella á linkinn opnast mynd af leiðarlýsingunni.  Einnig er til húsa á sama stað Hernámssetrið.

Robin D.
Robin D

Í ár eru 10 ár frá því félagið okkar var stofnað og ber dagskráin þess merki, að um afmælisár sé að ræða. Við fáum m.a. erlendan söngkennara til landsins, Robin D. Robin D. hefur getið sér gott orð á meginlandi Evrópu sérstaklega í rythmiska geira söngkennslunnar.  Hann sýndi því mikinn áhuga á því að koma til Íslands, þegar þetta var fært í tal við hann.  Hægt er að kynna sér fjölmörg myndbönd á www.youtube.com, þar sem gefur að líta starfsaðferðir Robins D

Námskeið í sal FÍH við Rauðagerði í Reykjavík

Robin D verður einnig með sérstakt námskeið fyrir söngvara og söngkennara, sunnudaginn 30. ágúst í sal FÍH við Rauðagerði.   Þar gefst söngvurum færi á að njóta leiðsagnar hans með beinni þátttöku á námskeiðinu og eins gefst þar kjörið tækifæri fyrir bæði söngvara og ekki síður söngkennara að kynnast vinnuaðferðum hans sem hafa á stundum þótt svo áhrifaríkar að líkja mætti við kraftaverk.

Námskeiðinni verður skipt í tvo hluta.  Fyrir hádegi frá kl. 10:00 til kl. 14:00 og síðan síðdegis eftir matarhlé frá kl. 15:00 til kl. 19:00

 

Ráðstefna FÍS að Hótel Örk

Það er okkur sönn ánægja að kynna þriðju ráðstefnu FÍS, Félags íslenskra söngkennara, sem haldin verður í glæsilegri aðstöðu á Hótel Örk í Hveragerði, laugardaginn 30. ágúst n.k.

Innan skamms koma hér nánari uplýsingar um erindin og atriði sem flutt verða á ráðstefnunni og flytjendur þeirra.

NÝTT: Með því að smella á undirstrikuðu nöfnin þá opnast gluggi með nánari upplýsingum um þau sem halda erindi á ráðstefnunni.

En dagskráin lítur svona út:

Frá Barokk til “Byte”

 Söngkennararáðstefna

30. ágúst 2014, Hótel Örk Hveragerði

Dagskrá

09.00 – 09.30                   Mæting  –  skráning

Morgunkaffi og ráðstefnuhressing

09.30 – 09.55                   Morgunboozt  með  Margréti Stefánsdóttur

10.00 – 10.50                  Pilates og söngur  –  Guðrún Svava Kristinsdóttir

Sýnikennsla og æfingar sem nýtast í söngkennslu

11.00 – 11. 15                 Melodic Intonation Therapy  –  Loftur Erlingsson

Talþjálfun með söng í kjölfar heilablóðfalls

11.15 – 11.50                 Raddheilsa   –  Hannes Hjartarson HNE  (háls- nef- og eyrnalæknir)

12.00 – 12.45                    MATARHLÉ   –  tveggja rétta hádegisverður að hætti hússins

13.00 – 13:30                   Metropolitan eða Melrakkaslétta?

Bjarni Thor Kristinsson og  Herdís Anna Jónasdóttir veita innsýn í framtíðarmöguleika ungra söngvara

13.30 – 14.10                          Tónlistarkennsla, net og forrit   –   Jón Hrólfur Sigurjónsson

Hvernig notum við nútímatækni í kennslu; tölvur, spjaldtölvur, snjallsíma, vefsíður, forrit, öpp? Tilvalið að mæta með eigin tölvur og snjalltæki

14.15 – 15.30                “Workshop” með meiru   –   lærum að fikta við hjálpartækin

Ráðstefnugestir vinna saman undir leiðsögn Jóns Hrólfs

15.30 – 15.55                   KAFFI og meðlæti að hætti hússins

16.00 – 17.30                   Að syngja á “Bachísku”   –   Árni Heimir Ingólfsson

Erindi með tóndæmum um flúrsöng með þátttöku ráðstefnugesta

 

18.30                         Hátíðarkvöldverður   –   á Hótel Örk

Ath! ekki innifalið í ráðstefnugjaldi

Ráðstefnugjald er kr. 15.000  með kaffi og hádegisverði inniföldum

Boðið er upp á snemmskráningu kr. 10.000 fyrir 15. júní.

Námskeið um rödd og raddveilur – Prófessor Kittie Verdolini

Spennandi námskeið um rödd og raddveilur í ágúst

Námsbraut í talmeinafræði við HÍ hefur fengið talmeinafræðing og sérfræðing í raddveilum frá Bandaríkjunum til að kenna hluta af námskeiðinu Rödd og raddveilur í haust. Kittie Verdolini (fullu nafni Katherine Verdolini Abbott) er prófessor við háskólann í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Hún kenndi sama námskeið fyrir tveimur árum og þótti einstaklega góður og líflegur kennari með gríðarmikla þekkingu á raddveilum, m.a. söngvara. Í ár gefst söngvurum, söngnemum/leiklistarnemum og öðrum sem þurfa að reiða sig mikið á röddina í starfi og leik hið einstaka tækifæri að sitja námskeiðið með talmeinafræðinemunum. Efni námskeiðsins er ætlað talmeinafræðinemum en stór hluti þess nýtist öðrum þeim sem áhuga hafa á röddinni og raddveilum. Í námskeiðslýsingu í kennsluskrá stendur að farið verði í lífeðlisfræði raddar, orsakir raddveilna og sjúkdómafræði þeim tengdum. Fjallað verður um greiningu og meðferð á raddveilum og hljómvanda hjá börnum og fullorðnum. Nemendur kynnast ýmsum hugtökum og rannsóknum raddvísinda. Fjallað verður um fyrirbyggjandi aðgerðir til að draga úr hættu á raddveilum. Að lokum mun Kittie hitta fyrir skjólstæðinga með raddveilur í kennslutund með það fyrir augum að kenna nemendum að meta eðli raddveilna og fá tilsögn í hvernig hægt er að draga úr einkennum þeirra.

Námskeiðið í heild stendur í fimm daga dagana 26. – 30. ágúst, samtals í 36 kennslustundir (eða rúmar 28 klukkustundir). Þrjá daga verður kennt allan daginn (samtals 6 klukkustundir með klukkutíma matarhléi og stöku kaffihléi) og tvo daga verður kennt hálfan daginn.

Þátttökugjaldi er haldið í algjöru lágmarki. Þeir sem sitja allt námskeiðið greiða kr. 20.000 en námsfólk greiðir kr. 15.000. Þeir sem vilja sitja hálft námskeiðið og velja einstaka daga í samræmi við námskeiðslýsingu greiða kr. 15.000, námsmenn kr. 10.000.

Nánari námskeiðslýing er væntanleg.

——————————————————————————————-

Í hnotskurn:

Námskeið: Rödd og raddveilur
Fyrirlesari: Kittie Verdolini Abbot prófessor í talmeinafræði
Tími: 26. – 30. ágúst 2013
Staður: Tilkynnt síðar

Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Dagrúnu Hjartardóttur (dagrunhj@gmail.com) eða Þóru Másdóttur (thoramas@hti.is eða tm@hi.is). Sætafjöldi ræður hvar námskeiðið fer fram en búast má við að fjölda þátttakanda verði að takmarka að einhverju leyti.