Hlín í African Sanctus í Grafarvogskirkju sunn. 15. maí kl. 20

 Sunnudaginn 15. maí kl 20 mun Kór Grafarvogskirkju standa fyrir flutningi á tónverkinu African Santus. Einsöngvari er Hlín Pétursdóttir.

Verkið er eftir breska tónskáldið og tónfræðinginn David Fanshaw. Stjórnandi tónleikanna er Hákon Leifsson, organismi Grafarvogskirkju.

Continue reading „Hlín í African Sanctus í Grafarvogskirkju sunn. 15. maí kl. 20“

Þóra 29. apríl kl. 12.15 og 1. maí kl. 13.15 í Gerðubergi

 Föstudaginn 29. apríl kl. 12:15 og sunnudaginn 1. maí kl. 13:15  syngur Þóra Einarsdóttir ásamt Nínu Margréti Grímsdóttur á tónleikum í röðinni Klassík í hádeginu, undir yfirskriftinni: Voru Mozart og Beethoven vinir? Á efnisskránni eru ljóðalög eftir Mozart og Beethoven. 

Continue reading „Þóra 29. apríl kl. 12.15 og 1. maí kl. 13.15 í Gerðubergi“

Tenórakvöld lau. 30. apríl kl. 20 í ÍÓ

 Laugardagskvöldið 30. apríl  kl. 20 verða tónleikar undir yfirskriftinni Tenórarnir þrír og einn í útrás í Íslensku óperunni. Tenórarnir fjórir eru Garðar Thór Cortes, Gissur Páll Gissurarson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Snorri Wium. Sérstakir gestir eru Diddú og Óskar Pétursson. Óperukórinn í Reykjavík kemur fram undir stjórn Garðars Cortes, Antonía Hevesí og Jónas Þórir leika á píanó.

Á tónleikunum munu tenórarnir og gestirnir syngja vinsælustu tenóraríurnar og einnig minna þekktar söngperlur.