Kristinn og Víkingur í Hörpu 16. júní kl. 20.30

 Fimmtudaginn 16. júní kl. 20.30 verður spennandi viðburður í íslenskri tónlistarsögu, en þá leiða saman hesta sína tveir stórjöfrar, þeir  Kristinn Sigmundsson og Víkingur Heiðar Ólafsson í fyrsta skipti. Tónleikarnir eru jafnframt þeir fyrstu sem Kristinn syngur á í Hörpu. Á efnisskránni er Vetrarferðin eftir Franz Schubert, sem er af mörgum talinn áhrifamesti ljóðaflokkur allra tíma.

Miðar á tónleikana gilda jafnframt á opna æfingu listamannanna 14.  júní kl. 20, þar sem þeir munu leiða (ekki þó hönd í hönd) áheyrendur í gegnum flokkinn í tali og tónum og skoða ólíkar túlkunarleiðir.

Elín Ósk og Kjartan í Hafnarborg mið. 1. júní kl. 20.30

Sönghjónin Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson halda tónleika í Hafnarborg miðvikudaginn 1. júní kl. 20.30 á afmælisdegi bæjarins. Píanóleikari: Jónas Þórir.

Efnisskráin er eingöngu tileinkuð hinum ýmsu hafnfirsku tónskáldum, m.a. Friðriki Bjarnasyni, Árna Gunnlaugssyni, Björgvin Halldórssyni, Magnúsi Kjartanssyni o.fl.

Miðasala við innganginn, aðgangur kr. 2,000.-