Vert er að benda á tónleikaröðina „Á ljúfum nótum í Háteigskirkju“ sem verður hleypt af stokkunum nú í febrúar.
Tónleikar verða annan hvern föstudag, hefjast ávallt kl. 12.30 og
taka u.þ.b. hálftíma.
Fyrstu tónleikarnir verða þann 17. febrúar næstkomandi.
Flytjendur koma úr ýmsum áttum, bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar en listrænn stjórnandi er Lilja Eggertsdóttir píanóleikari.
Miðaverð er 1.000 kr.
Category: Tónleika
Elín Ósk og Jónas Þórir á Gljúfrasteini sunn. 26. júní kl. 16
Sunnudaginn 26. júní kl. 16 munu Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran, og Jónas Þórir, píanóleikari koma fram á Gljúfrasteini. Efnisskráin að þessu sinni er fjölbreytt og inniheldur lög úr óperum á borð við Toscu, söngleikjum, meðal annars eftir Gershwin, auk þekktra íslenskra dægurlaga. Aðgangseyrir er 1000 kr.