Category: Tónleika
Anastasia Belukova 25. mars kl. 20 í Kristskirkju
Rússneski fiðluleikarinn og stjórnandinn Vladimir Spivakov heldur tónleika ásamt fjórum löndum sínum föstudaginn 25. mars nk. í dómkirkju Krists konungs í Reykjavík og hefjast tónleikarnir kl. 20.00.
Ásamt stjórnandanum koma fram þau Anastasia Belukova sópran, Eremy Tsukerman fiðla, Dmitry Prokofiev selló og Zoya Abolits sembal. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach: Resitatíf og aría fyrir sópran úr kantötu nr. 57, aría úr kantötu nr. 186, aría úr kantötu nr. 68, sónata fyrir fiðlu og píanó, resitatíf og aría fyrir sópran úr kantötu nr. 57, aría fyrir einsöngssópran og aría úr kantötu nr. 208.
Tónleikarnir eru haldnir til styrktar íslenskum málefnum og umsjón með þeim hefur Kaþólska kirkjan á Íslandi. Miðar eru seldir á midi.is og er miðaverð kr. 4000.
Ungir einsöngvarar og Garðar Thór í ÍÓ þri. 22. mars kl. 12.15
Óperurnar Öskubuska, Brúðkaup Fígarós og Ástardrykkurinn eru í forgrunni á efnisskrá næstu hádegistónleika Íslensku óperunnar sem fram fara þriðjudaginn 22. mars kl. 12.15. Flytjendur eru úr röðum ungra íslenskra einsöngvara en gestasöngvari á tónleikunum er tenórsöngvarinn Garðar Thór Cortes. Sviðssetningu atriðanna annast Sibylle Köll. Aðrir einsöngvarar: Bragi Jónsson, bassi, Erla Björg Káradóttir, sópran, Magnús Guðmundsson, baritón, Rannveig Káradóttir, sópran, Rósalind Gísladóttir, mezzó-sópran, Sibylle Köll, messó-sópran, Antonía Hevesi, píanó.
Aðgangseyrir á tónleikana er aðeins 1.500 kr. Gestir geta keypt léttar veitingar í anddyri Íslensku óperunnar fyrir og eftir tónleikana. Missið ekki af skemmtilegri hádegisstund í Íslensku óperunni!
Continue reading „Ungir einsöngvarar og Garðar Thór í ÍÓ þri. 22. mars kl. 12.15“