Category: Námskeið
Söngstúdíó Ingveldar Ýrar fer af stað
Söngstúdíó – Ingveldar Ýrar er nú að fara af stað með ný námskeið í tónfræði og nótnalestri, hraðferð – sem er tilvalin fyrir þá sem hafa einhvern bakgrunn en þurfa upprifjun og vilja ekki eyða heilum vetri í að læra tónfræði.
Meðfram tónfræðinni er kenndur nótnalestur með þarfir og aðferðir söngvara í fyrirrúmi.
Kennsla fer fram á Dvergshöfða 27, fimmtudaga kl. 17-19. Sex vikna námskeið kostar 35.000 og fæst niðurgreitt af stéttarfélögum.
Mörg önnur námskeið og kennsla er í boði hjá Söngstúdíóinu, sjá http://www.songstudio.is
Masterclass – Christoph Prégardien og Ulrich Eisenlohr
Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að Christoph Prégardien, tenór og Ulrich Eisenlohr, píanóleikari munu halda tónleika á Listahátíð í vor og mun FÍS í samstarfi við Listahátið standa fyrir masterclass með þeim í Kaldalóni í Hörpu, þriðjudaginn 29. maí frá kl 10.00 – 17.00. Námskeiðið miðast við starfandi söngvara og píanista, frekar en nemendur og er hér um einstakt tækifæri fyrir íslenska listamenn að ræða. Til námskeiðsins er boðið söngvara og píanista saman og fær hvert par um 45 mínútur og ætlunin er að taka á móti 7 pörum. Kostnaður á hvert par er kr. 20.000. Námskeiðið verður jafnframt opið áheyrendum, aðgangseyrir kr. 1500. Umsóknarfrestur til 21. maí.
Áhugasömum er bent á að tala við Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, olofkolbrun@
eða Dagrúnu Hjartardóttur dagrunhj@gmail.
Sjá einnig www.listahatid.is
Stjórn Félags íslenskra söngkennara