Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins munu halda tónleika í Langholtskirkju dagana 5., 6. og 7. mars næstkomandi. Þessi flotti hópur ungmenna mun flytja hið víðfræga verk Carl Orffs, Carmina Burana undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar.
Einsöngvarar verða, Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Pétur Úlfarsson drengsópran, Hlöðver Sigurðsson tenór og Jón Svavar Jósefsson barítónn, einleikari á fiðlu verður Gunnhildur Daðadóttir.