“Konan og ástin” í ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi er heiti á tónleikum sem haldnir verða fimmtudaginn 11. júní kl. 20:30 í Þorgeirskirkju/Ljósavatnsskarði og Laugardaginn 13. júní kl. 15:00 í Ketilhúsinu á Akureyri.
Þar munu Björk Jónsdóttir, Kór Möðruvallarkirkju, Helga Bryndís Magnúsdóttur píanóleikari og kórstjóri og fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson flytja söngdagskrá tileinkaða “konunni og ástinni” í ljóðum Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi við þekkt lög ýmissa tónskálda. Inn í dagskrána verður m.a. fléttað tilvitnunum úr ævisögu skáldsins eftir Friðrik G. Olgeirsson.