Bjarni Thor í Selinu, Stokkalæk sunn. 31. jan. kl. 20

 Sunnudaginn 31. janúar kl. 20 feta Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari  sig niður tónstigann í leit að djúpum bassanótum og merkingu þeirra í Selinu, Stokkalæk.  Á dagskránni eru aríur, ljóð og sönglög sem stefna niður á við og rista djúpt. Tónleikar fullir af alvöru og húmor! Dagskrána fluttu þau Bjarni Thor og Ástríður 17. jan. sl. í Íslensku óperunni og í Salnum sl. sumar, við mikinn fögnuð! Það er því tilvalið tækifæri fyrir þá á höfuðborgarsvæðinu sem misstu af tónleikunum í Óperunni að skella sér austur fyrir fjall á sunnudegi og sjá og heyra þessa mögnuðu söngskemmtun við listilegan píanóleik.