Í dag hefði Franco Corelli orðið 85 ára. Anna Moffo dó 9. mars sl. en Birgit Nilsson 11. janúar. Anna og Birgit tóku þátt í þeirri margfrægu uppfærslu á Turandot í Metropolitan um miðjan sjöunda áratuginn, sem sumir telja einhverja mögnuðustu óperuupptöku sem til er, Anna sem Liù og Birgit sem Turandot. Og með þeim var auðvitað afmælisbarn dagsins, sjálfur Franco Corelli sem Calaf. Þvílík hlutverkaskipan! Sagan segir að í dúett Turandot og Calafs 2. þætti hafi farið keppni í gang um hvor gæti haldið háa c-inu lengur, Corelli eða Nilsson, en Birgit hafði betur. Franco á að hafa hefnt sín í ástarsenunni í 3. þætti með því að bíta hana í hálsinn, í staðinn fyrir að kyssa hana. Birgit hringdi svo í óperustjórann, Bing, daginn eftir og sagðist ekki geta komið á næstu sýningu og bar því við að hún væri komin með hundaæði.