Barokkskraut í Tónó lau. 2. apríl kl. 10.30

 Kæru félagar,
nú boðum við til síðasta fræðslumorguns þessa vetrar, enda vorið á næsta leiti. Við hittumst  kl 10.30, laugardaginn 2. apríl í bókasafni Tónlistarskólans í Reykjavík, Skipholti 33, á annarri hæð.  Marta Guðrún Halldórsdóttir ætlar að fræða okkur um skraut og flúrsöng innan barokkstílsins, með fyrirlestri og tóndæmum. Tilvalið að taka fróðleiksfúsa nemendur með. Samkvæmt hefðinni tökum við gott spjall á eftir og fáum okkur kaffi og með því. Gleymið svo ekki að taka föstudaginn 8. apríl frá fyrir Happy hour, sem verður að þessu sinni á Grand Hóteli.
Fyrir hönd stjórnarinnar,
Hlín Pétursdóttir Behrens