Fimmtudaginn 20. maí kl. 20 heldur Vígþór Sjafnar Zophoníasson, ásamt Jónasi Ingimundarsyni, tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð.
Vígþór Sjafnar Zophoníasson mun ljúka námi til meistaragráðu í einsöng við tónlistar- og dansdeild háskólans í Missouri Kansas City í vor. Þar hefur hann m.a. lært söng hjá Vinson Cole. Vígþór Sjafnar útskrifaðist sem Bachelor of Music með einsöng sem aðalgrein frá New England Conservatory í Boston vorið 2008 með „akademískum“ heiðri.
Í maí síðastliðnum var Vígþór Sjafnar valinn framúrskarandi listnemi Kópavogsbæjar 2009.
Tónleikarnir á Eskifirði eru styrktir af Menningarráði Austurlands. Miðar verða seldir við innganginn.
Continue reading „Vígþór Sjafnar og Jónas á Eskifirði fimmt. 20. maí kl. 20“