Vígþór Sjafnar og Jónas á Eskifirði fimmt. 20. maí kl. 20

 Fimmtudaginn 20. maí kl. 20 heldur Vígþór Sjafnar Zophoníasson, ásamt Jónasi Ingimundarsyni, tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð.

Vígþór Sjafnar Zophoníasson mun ljúka námi til meistaragráðu í einsöng við tónlistar- og dansdeild háskólans í Missouri Kansas City í vor. Þar hefur hann m.a. lært söng hjá Vinson Cole. Vígþór Sjafnar útskrifaðist sem Bachelor of Music með einsöng sem aðalgrein frá New England Conservatory í Boston vorið 2008 með „akademískum“ heiðri.

Í maí síðastliðnum var Vígþór Sjafnar valinn framúrskarandi listnemi Kópavogsbæjar 2009.


Tónleikarnir á Eskifirði eru styrktir af Menningarráði Austurlands. Miðar verða seldir við innganginn.
Continue reading „Vígþór Sjafnar og Jónas á Eskifirði fimmt. 20. maí kl. 20“

Rannveig Sif og Hólmfríður á Stokkalæk og í Salnum 18./20. maí

 Systurnar Rannveig Sif og Hólmfríður Sigurðardætur halda tónleika á Stokkalæk þriðjudaginn 18. maí kl. 20 og slá svo botninn í Tíbrártónleika vetrarins í Salnum, fimmtudaginn 20. maí kl. 20. Efnisskráin samanstendur af sönglögum frá Frakklandi, Þýskalandi og Spáni eftir samtímamennina Reynaldo Hahn, Gabriel Fauré, Hans Pfitzner og Manuel de Falla. Öll eru lögin í rómantískum anda þótt þau beri merki landanna þar sem þau eru samin.
Aðgangseyrir kr. 2.500.-

Ágúst, Gerrit og Schubert í Frík. 16./23./30. maí kl. 11

 Ágúst Ólafsson, barítónsöngvari, og Gerrit Schuil, píanóleikari, bjóða áhorfendum til morguntónleika þrjá sunnudaga í röð í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem fágætt tækifæri gefst til að njóta með stuttu millibili beggja ljóðasöngflokka Schuberts auk söngvasafns sem gefið var út að honum látnum undir heitinu Svanasöngur.


Malarastúlkan fagra sunnnudaginn 16. maí kl. 11.00

Vetrarferðin sunnudaginn 23. maí kl. 11.00

Svanasöngur sunnudaginn 30. maí kl. 11.00.

Miðasala á einstaka tónleika

Hægt er að fá þrennutilboð á alla tónleikana en það fæst aðeins keypt hjá Listahátíð í miðasölusíma 552 8588 eða á skrifstofu Listahátíðar í Gimli Lækjargötu 3.