Fyrsti fræðslufundur félagsins í vetur verður í Tónlistarskólanum í Reykjavík, tónfræðistofu í nýja hlutanum föstudaginn 10. sept. kl. 10. 10 er góð tala. Þar mun Sibyl Urbancic spjalla um Feldenkreis .
Author: admin
Sveinn Dúa og Jón Svavar í Hofi lau. 18. sept. kl. 17
Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór, Jón Svavar Jósefsson barítón og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari munu leiða saman hesta sína á tónleikum í menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 18. september klukkan 17. Þar mun þríeykið flytja íslensk sönglög og dúetta í bland við nokkur gullkorn óperubókmenntanna…
Miðaverð 1500 kr
Forsala í Hofi og á www.menningarhus.is
Continue reading „Sveinn Dúa og Jón Svavar í Hofi lau. 18. sept. kl. 17“
Óperusenur í Garðabæ 10./14. sept.
Sýningar Óperusmiðju Garðabæjar undir stjórn próf. Martha Sharp, Margaret Singer og Marco Belluzzi verða föstudagskvöldið 10. sept kl. 20 og laugardaginn 11. sept. kl. 16. Þar verða sýnd atriði úr Fidelio, Werther, Hans og Grétu, Brúðkaupi Fígarós, Madame Butterfly og Street Scene. Miðaverð 1500 kr. og 1000 kr. fyrir eldri borgara og námsmenn.