Hallveig og Gerrit í Kirkjuhvoli lau. 3. okt. kl. 17

Fyrstu tónleikarnir í tónleikaröðinni „Kammermúsík í Garðabæ“ verða haldnir sunnudaginn 3. október nk. kl. 17 í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli í Vídalínskirkju. Þá stígur á svið Hallveig Rúnarsdóttir sópran ásamt Gerrit Schuil. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Hugo Wolf úr ,,Mörike-Lieder” og Hector Berlioz úr ,,Les nuits d´été”.

Aðalfundur FÍS lau. 2. okt. kl. 15 í Tónó

Kæru félagar.

Aðalfundur F.Í.S. verður haldinn laugardaginn 2. október kl 15 í sal Tónlistarskólans í Reykjavík, Skipholti 33.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og þar sem félagið er 5 ára í ár vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að koma og halda upp á áfangann. Að loknum fundi eru veglegar veitingar í boði, í tilefni afmælisins.

 

Stjórnin