Þóra Passauer á Kjarvalsstöðum mán. 18. okt. kl. 12.30

 Mánudaginn 18. október kl. 12.30 halda þær Þóra  Passauer kontraalt og Lilja Eggertsdóttir píanóleikari tónleika á Kjarvalsstöðum. Á dagskrá tónleikanna eru íslenskar söngperlur eftir Sigfús Einarsson, Sigvalda Kaldalóns og Árna Thorsteinsson auk laga eftir Sjöberg og Sibelius.Tónleikarnir eru hluti af hádegisviðburði Undirtóna Kvennafrídagsins 25. október 2010.

5 ungar söngkonur í Langholtskirkju sunn. 10. okt. kl. 20

Sunnudaginn 10. október kl. 20 verða tónleikar í Langholtskirkju þar sem fimm ungar söngkonur („Grallarar“), þær Arnheiður Eiríksdóttir, Ásdís Björg Gestsdóttir, Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir, Kristín Einarsdóttir Mäntylä og Kristín Sveinsdóttir, koma fram. Á dagskrá eru þekkt sönglög frá ýmsum löndum, óperuaríur, söngleikjalög o.fl.

Eftir tónleikana bjóða þær í safnaðarheimili kirkjunnar þar sem þær framreiða kökur og annað gúmmelaði.

 

Almennt verð inn á tónleikana er 1500 kr. en 1000 kr. fyrir námsmenn, meðlimi Listafélagsins og eldri borgara.

Kvöldverðarleikhús í Veisluturninum lau. 1. okt. kl. 19

Í Veisluturninum í Kópavogi verður söngskemmtun yfir kvöldverði 1. október. Victoría von Weinhaus, gestgjafi og söngkona (Svana Berglind Karlsdóttir), Filippo von Berio, sölumaður (Jóhann Smári Sævarsson), Prinsessa Catarina di Rosa de Espagnia, eiginkona og fyrrverandi prinsessa (Hörn Hrafnsdóttir), Julia Liebheim, söngnemandi (Margrét Grétarsdóttir), Romeo de Felice, heimsþekktur tenór (Gissur Páll Gissurarson)Anna Shumann (píanósnillingur (Hrönn Þráinsdóttir) skemmta gestum. Húsið er opnað kl. 19, en borðhald hefst kl. 20. Verð á mann 9.800.- Pantanir í síma 575 7500