Hallveig Rúnarsdótir og Alex Ashworth verða einsöngvarar á hausttónleikum Söngsveitarinnar Fílharmóníu sunnudaginn 31.okt kl. 20 í Langholtskirkju. Á dagskránni verða:Messe Solennelle eftir Louis Vierne og Requiem eftir Gabriel Fauré.Organisti verður Steingrímur Þórhallssonog stjórnandi verður Magnús Ragnarsson.
Miðar fást í 12 tónum og hjá félögum. Hjá félögum kostar miðinn kr. 2000.- en kr. 2800 annars.
Author: admin
Fræðslufundur í Tónlistarsafninu lau. 23. okt. kl. 10
Kæru félagar,
þá er komið að öðrum fræðslumorgni þessa vetrar. Dr. Bjarki Sveinbjörnsson ætlar að fjalla íslensk þjóðlög, efni sem við notum öll mikið við kennslu. Við hittumst í Kópavogi næstkomandi laugardagsmorgunn kl 10 í Tónlistarsafni Íslands sem er til húsa á móti Gerðarsafni í Kópavogi, heimilisfangið er Hábraut 2. Að fyrirlestrinum loknum gefst tækifæri á að skoða safnið, og kynnast starfsemi þess. Að sjálfsögðu er boðið upp á kaffi og með því, sjáumst sem flest, kær kveðja, Hlín.