Hlín í Þorlákshöfn fimmt. 28. okt. kl. 20

 Hlín Pétursdóttir Behrens og Hrönn Þráinsdóttir halda tónleika í tónleikaröðinni "Tónar við hafið" í ráðhúsinu í Þorlákshöfn, fimmtudaginn 28. október kl. 20. Á efnisskrá eru sönglög eftir Friðrik Bjarnason, Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Halldórsson, Elínu Gunnlaugsdóttur, Tryggva M. Baldvinsson, Gunnstein Ólafsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Þuríði Jónsdóttur, Franz Schubert og Felix Mendelsohn, og óperuaríur eftir Händel, Verdi og Menotti.

Ungir einsöngvarar í ÍÓ þri. 26. okt. kl. 12.15

 Fyrstu hádegistónleikar vetrarins í Íslensku Óperunni verða þriðjudaginn 26. október kl. 12:15. Á efnisskránni eru atriði úr Cosi fan tutte, Brottnáminu úr kvennabúrinu og Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, Spaðadrottninguni eftir Tchaikovsky og Carmen eftir Bizet. Fram koma þau Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Bragi Jónsson, Erla Björg Káradóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhanna Héðinsdóttir, Magnús Gíslason og Rósalind Gísladóttir. Aðgangseyrir er 1.500 kr. og geta gestir keypt léttar veitingar í anddyri Íslensku óperunnar fyrir og eftir tónleikana.