Ungir einsöngvarar í ÍÓ þri. 23. nóv. kl. 12.15

Þriðjudaginn 23. nóvember kl. 12.15 verða hádegistónleikar Íslensku óperunnar með ungum einsöngvurum. Þeir taka rúman hálftíma í flutningi. Á efnisskrá verða m.a. verk úr Grímudansleik Verdis, Toscu Puccinins, Normu eftir Bellini, Porgy og Bess eftir Gershwin og hinni sjaldheyrðu óperu La favorita eftir Donizetti. Flytjendur eru úr röðum ungra íslenskra einsöngvara, en Antonía Hevesí leikur á píanó.

Aðgangseyrir á tónleikana 1.500 kr. Gestir geta keypt léttar veitingar í anddyri Íslensku óperunnar fyrir og eftir tónleikana.

Einsöngvarar eru
Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran
Bragi Jónsson, bassi
Erla Björg Káradóttir, sópran
Hörn Hrafnsdóttir, mezzó-sópran
Magnús Guðmundsson, barítón
Rósalind Gísladóttir, mezzó-sópran
Yousef Sheikh, tenór

Sviðssetning: Sibylle Köll

Continue reading „Ungir einsöngvarar í ÍÓ þri. 23. nóv. kl. 12.15“

Auður í ÍÓ lau 20. nóv. kl. 17

Útgáfutónleikar vegna geisladisksins Little Things Mean a Lot, þar sem Auður Gunnarsdóttir og kammerhljómsveitin Salon Islandus sameina krafta sína, verða haldnir í Íslensku óperunni laugardaginn 20. nóvember kl. 17.

Á tónleikunum hljómar tónlist af geisladiskinum; ljúflingslög á borð við Moon River, Over the Rainbow, So in Love, Smoke Gets in Your Eyes, All the Things You Are og fleiri lög, í vönduðum flutningi frábærra tónlistarmanna. Hljómsveitina Salon Islandus skipa þau Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigurður Ingvi Snorrason. Sigrún Eðvaldsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Martial Nardeau, Pálína Árnadóttir, Hávarður Tryggvason og Pétur Grétarsson.

Miðaverð 2.500 kr.

Hulda Björk á Stokkalæk sunn. 14. nóv. kl. 16

 Stofukvartettinn, –  Hulda Björk Garðarsdóttir,  Kjartan Valdemarsson, píanóleikari, Ásgeir Ásgeirsson, gítarleikari, og Ólafur Stolzenwald – kontrabassaleikari, – heldur tónleika á Stokkalæk 14. nóvember 2010 í Selinu Stokkalæk kl. 16.  Leikin verða lög eftir bræðurna George og Ira Gerswin Kvartettinn kom fram á Listahátíð Reykjavíkur 2009og í húsi skáldsins á Gljúfrasteini nú í sumar.
Aðgangseyrir kr. 2000 / Boðið er upp á kaffiveitingar

Miðapantanir í síma 487 5512 og 864 5870