Þriðjudaginn 23. nóvember kl. 12.15 verða hádegistónleikar Íslensku óperunnar með ungum einsöngvurum. Þeir taka rúman hálftíma í flutningi. Á efnisskrá verða m.a. verk úr Grímudansleik Verdis, Toscu Puccinins, Normu eftir Bellini, Porgy og Bess eftir Gershwin og hinni sjaldheyrðu óperu La favorita eftir Donizetti. Flytjendur eru úr röðum ungra íslenskra einsöngvara, en Antonía Hevesí leikur á píanó.
Aðgangseyrir á tónleikana 1.500 kr. Gestir geta keypt léttar veitingar í anddyri Íslensku óperunnar fyrir og eftir tónleikana.
Einsöngvarar eru
Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran
Bragi Jónsson, bassi
Erla Björg Káradóttir, sópran
Hörn Hrafnsdóttir, mezzó-sópran
Magnús Guðmundsson, barítón
Rósalind Gísladóttir, mezzó-sópran
Yousef Sheikh, tenór
Sviðssetning: Sibylle Köll
Continue reading „Ungir einsöngvarar í ÍÓ þri. 23. nóv. kl. 12.15“