Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju 17.-19. des.

  

Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju verða sem hér segir: Föstudaginn 17. des. kl. 23, laugardaginn 18. des. kl. 20 og 23 og sunnudaginn 19. des. kl. 20. Einsöngvarar eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Þóra Einarsdóttir og Andri Björn Róbertsson. Tónleikarnir verða með hefðbundnu sniði, Graduale og hljóðfæraleikarar á sínum stað.

Hins vegar verður það nýnæmi að Táknmálskórinn, undir stjórn Eyrúnar Ólafsdóttur, mun flytja nokkur laganna með hinum kórunum. Einsöngvari er Kolbrún Völkudóttir. 

Aðgangseyrir kr. 3.500,-

Örn og Ívar í Bústaðakirkju mið. 15. des. kl. 20

 Örn Árnason og  Ívar Helgason verða sérstakir gestir á jólatónleikum Kórs Bústaðakirkju miðvikudaginn 15. desember kl. 20. Söngvarar úr Kór Bústaðakirkju munu einnig syngja einsöng. Ívar gaf nýverið út geisladiskinn „Jólaljós“. Titillag disksins verður flutt á tónleikunum en það er eftir stjórnanda kórsins, Jónas Þóri. Á efnisskránni eru þekkt jólalög í nýjum útsetningum, ný lög og eldri perlur sem allir þekkja.

Miðaverð kr. 2.500,- , miðasala í Bústaðakirkju og hjá kórfélögum.

Kristinn í Hallgrímskirkju 29./30. des. kl. 20

 Kristinn Sigmundsson verður einsöngvari á jólatónleikum Mótettukórsins í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 29. desember og fimmtudaginn 30. desember kl. 20 bæði kvöldin. Aðventusálmar, jólasöngvar og mótettur eftir Sweelinck, Hassler, Praetorius, Cornelius, Rutter, Scheidt, Mathias, Sigurð Flosason og Sigurð Sævarsson.Orgel: Björn Steinar Sólbergsson
Stjórnandi: Hörður Áskelsson

Miðverð 3.500 kr.