Elín Ósk Óskarsdóttir heldur söngnámskeið í klassískum söng í samstarfi við Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði. Námskeiðið er fyrir söngvara og nemendur á lokastigum í söng og stendur yfir 7.-11. febrúar 2011. Hóptímar á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 10-13. Einnig er boðið upp á einkatíma og áheyrnartíma. Píanisti á námskeiði er Antonia Hevesi. Verð fyrir heilt námskeið er 27.500 kr. Innritun þarf að eiga sér stað í Miðstöð símenntunar í síma 585-5860 fyrir 1. febrúar. Nánari uppl. veitir Elín Ósk í símum 565-5885 og 862-4868
Author: admin
Pétur Húni og Jón Svavar á Rósenberg mið. 19. jan. kl. 21
Miðvikudaginn 19. janúar kl. 21 flytja Pétur Húni Björnsson og Jón Svavar Jósefsson dísæta söngdúetta, ásamt Lilju Eggertsdóttur, píanóleikara, á Café Rósenberg við Klapparstíg. Hver man ekki eftir söngperlum, eins og: Rauðasta rósin, Stefnumót og Á vegamótum? Þessar og margar fleiri verða fluttar. Miðaverð kr. 1.500.-
Diddú í Salnum lau. 15. jan. kl. 17
Sigrún Hjálmtýsdóttir verður einsöngvari á hinum árlegu nýárstónleikum Salonsveitar Sigurðar Ingva Snorrasonar laugardaginn 15. janúar kl. 17.
Á efnisskrá tónleikanna er Vínartónlist og önnur sígild tónlist í léttari kantinum. Haldið verður áfram á þeirri braut sem mörkuð var með tónleikunum í janúar sl. og flutt nokkur vinsæl dægurlög. Þá mun afmælisbarnið Franz Liszt koma við sögu. Að vanda gefur Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari glæsinúmer.
Salonsveitina skipa:
Sigurður Ingvi Snorrason – klarínetta, Sigrún Eðvaldsdóttir – fiðla, Pálína Árnadóttir – fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir – selló, Hávarður Tryggvason – kontrabassi, Martial Nardeau – flauta, Anna Guðný Guðmundsdóttir – píanó, Pétur Grétarsson – slagverk