Miðvikudag 16. feb kl. 12.15 verð ég "leynigesturinn" hans Gerrits í Fríkirkjunni í Reykjavík og flytjum við leikhúslög eftir Kurt Weill, Gershwin, Atla Heimi ofl. í uþb. hálftíma prógrammi.Gaman væri að sjá sem flesta því við Gerrit erum í svaka gír!kær kveðja Ingveldur Ýr
Author: admin
Ungir einsöngvarar í ÍÓ þri. 22. feb. kl. 12.15
Ungir einsöngvarar, Egill Árni Pálsson tenór, Gréta Hergils sópran, Hörn Hrafnsdóttir messósópran, og Magnús Guðmundsson barítón, halda tónleika í Íslensku óperunni þriðjudaginn 22. febrúar kl. 12.15. Á dagskrá eru þekktar aríur og samsöngvar úr óperum eftir Verdi, Mascagni, Puccini og Bizet. Gestur ungu einsöngvaranna verður Jóhann Friðgeir Valdimarsson.
Ingibjörg og Bergþór í Hafnarborg lau. 12. feb. kl. 15
Í dag verður flutt Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands við tónverk eftir Karólínu Eiríksdóttur. Kammerkórinn Hymnodia frá Akureyri, og einsöngvararnir Ingibjörg Guðjónsdóttir og Bergþór Pálsson ásamt hljóðfæraleikurum flytja. Tónleikarnir verða í Hafnarborg kl. 15.
Á eftir verður sýnt vídeóverk sem Ólafur og Libia Castro hafa gert úr flutningnum til að sýna á Feneyjatvíæringnum í sumar. Stjórnarskrá Íslands mun sem sagt rúlla upp á vegg í Feneyjum í hálft ár.