Sunnudaginn 20. febrúar kl. 20 flytur Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar Krýningarmessuna KV 317 eftir Wolfgang Amadeus Mozart í nýrri útsetningu kórstjórans fyrir stúlknakór. Fimmtán manna hljómsveit leikur með. Konsertmeistari er Ísak Ríkharðsson
Einsöngvararnir eru allir utan einn fyrrverandi „Grallarar“ og í söngnámi á framhaldsstigum.
Kristín Einarsdóttir Mäntylä sópran, Arnheiður Eiríksdóttir alt, Eggert Reginn Kjartansson tenór og Andri Björn Róbertsson bassi
Á efnisskránni eru einnig önnur verk m.a. Ave Maria eftir Eyþór Stefánsson og Stabat mater eftir Pergolesi en bæði verkin eru í nýrri hljómsveitarútsetningu kórstjórans. Einnig þrjú lög úr myndinni Les Choristes eftir Bruno Coulais.
Aðgangseyrir kr. 2.500 / 2.000
Grunnskólanemar: kr. 1000
Continue reading „Krýningarmessa í Langholtskirkju sunn. 20. feb. kl. 20“