Krýningarmessa í Langholtskirkju sunn. 20. feb. kl. 20

Sunnudaginn 20. febrúar kl. 20 flytur Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar  Krýningarmessuna KV 317 eftir Wolfgang Amadeus Mozart í nýrri útsetningu kórstjórans fyrir stúlknakór. Fimmtán manna hljómsveit leikur með. Konsertmeistari er Ísak Ríkharðsson
Einsöngvararnir eru allir utan einn fyrrverandi „Grallarar“ og í söngnámi á framhaldsstigum.
Kristín Einarsdóttir Mäntylä sópran, Arnheiður Eiríksdóttir alt, Eggert Reginn Kjartansson tenór og Andri Björn Róbertsson bassi

Á efnisskránni eru einnig önnur verk m.a. Ave Maria eftir Eyþór Stefánsson og Stabat mater eftir Pergolesi en bæði verkin eru í nýrri hljómsveitarútsetningu kórstjórans. Einnig þrjú lög úr myndinni Les Choristes eftir Bruno Coulais.

Aðgangseyrir kr. 2.500 / 2.000
Grunnskólanemar: kr. 1000

Continue reading „Krýningarmessa í Langholtskirkju sunn. 20. feb. kl. 20“

Söngleikjalög á konudag sunn. 20. feb. kl. 18

 Sunnudaginn 20. febrúar flytur Íslenski Sönglistahópurinn, ásamt strengjakvartettinum Sardas og Helga Má Hannessyni píanóleikara, sönglög og dúetta úr þekktum söngleikjum frá 1920-1960. Meðal þekktra laga má nefna: Some encanted evening úr „South Pacific“,
Can‘t help loving that man úr „Show Boat“ og You‘ll never walk alone úr „Carousel“. Leikstjóri er Þórunn Sigþórsdóttir.Tónleikarnir verða í Iðnó á konudaginn 20.febrúar kl. 18:00 og tilvalið að bjóða eiginkonunni, kærustunni eða vinkonu á ástar- og sprell dagskrá.

Miðaverð er kr. 2500, miðasala í síma 562-9700.
Continue reading „Söngleikjalög á konudag sunn. 20. feb. kl. 18“

Gleðistund á Hilton fös. 18. feb. kl. 17-19

 Oft var þörf en nú er nauðsyn. Í ljósi umræðunnar á undanförnum vikum er ekki vanþörf á að hittast, gera sér glaðan dag og skiptast á skoðunum. Auk þess hafa verið margir áhugaverðir tónleikar undanfarið og maður kemst nú ekki á þá alla, gaman væri að fá fréttir af þeim. Því skulum við hittast sem allra flest föstudaginn 18. febrúar á Hilton hóteli kl 17.00  – 19.00.
Fyrir hönd stjórnarinnar,

Hlín Pétursdóttir Behrens