Afmælistónleikar til heiðurs Eiði í Frík. þri. 22. feb. kl. 12.15

 Eiður Ágúst Gunnarsson verður 75 ára þriðjudaginn 22. febrúar. Af því tilefni hafa nokkrir gamlir nemendur hans tekið sig saman og munu halda tónleika í Fríkirkjunni kl. 12.15 honum til heiðurs.

Söngvararnir eru: Ágúst Ólafssón barítón, Árni Þór Guðmundsson bassi, Björgvin Björgvinsson tenór, Einar Örn Finnsson tenór, Gísli Stefánsson barítón, Gunnar Már Jóhannsson barítón, Jóhannes Freyr Baldursson tenór, Jón Leifsson barítón, Ívar Helgason tenór og Lárus Sigurður Lárusson tenór. Píanóleikari á tónleikunum verður Hólmfríður Sigurðardóttir.

Allir sem vilja samfagna með Eiði í tilefni dagsins eru velkomnir. Aðgangur ókeypis.

Þóra og Jóhanna Ósk í Víðistaðakirkju fö. 18. feb. kl. 12

 Hið nýstofnaða Listafélag Víðistaðakirkju stendur fyrir sínum fjórðu hádegistónleikum, föstudaginn 18. febrúar kl. 12.
Að þessu sinni eru það þýsk, rómantísk sönglög sem munu hljóma í flutningi Þóru Björnsdóttur sópran og Jóhönnu Óskar Valsdóttur messósópran.
Píanóleikari er Arngerður María Árnadóttir.

Tónleikar, kr. 1000,-
Tónleikar og léttur hádegisverður, kr. 1500,-

Allur ágóði mun renna í orgelsjóð kirkjunnar.

Trio blond í Iðnó mán. 21. feb. kl. 20

 Mánudaginn 21. febrúar verður óperuveisla í Iðnó kl.20, þar sem ljóskutríóið, trio blond, kemur fram. Tríóið skipa: Erla Björg Káradóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir og Sólveig Samúelsdóttir söngkonur, og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari.

Fluttar verða aríur, dúettar og tríó úr hinum ýmsu óperum. Kynnir kvöldsins verður Sindri Birgisson leikari sem mun fjalla um óperurnar og slá á létta strengi

Miðaverð er 2000 kr. en forsala miða á 1500 kr. í Iðnó og hjá listamönnunum sjálfum

Continue reading „Trio blond í Iðnó mán. 21. feb. kl. 20“