Þóra Einarsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Benedikt Kristjánsson, Andri Björn Róbertsson og Ágúst Ólafsson verða einsöngvarar í Jóhannesarpassíunni eftir Johann Sebastian Bach sem verður flutt í Hallgrímskirkju og í menningarhúsinu Hofi 1., 2. og 3. apríl nk. Mótettukór Hallgrímskirkju og Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag undir stjórn Harðar Áskelssonar.
Miðaverð 4.900/3.900. Miðasala í Hallgrímskirkju (s.5101000) og á midi.is
Author: admin
Carmina burana í Langholtskirkju 5./6./7. mars
Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins munu halda tónleika í Langholtskirkju dagana 5., 6. og 7. mars næstkomandi. Þessi flotti hópur ungmenna mun flytja hið víðfræga verk Carl Orffs, Carmina Burana undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar.
Einsöngvarar verða, Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Pétur Úlfarsson drengsópran, Hlöðver Sigurðsson tenór og Jón Svavar Jósefsson barítónn, einleikari á fiðlu verður Gunnhildur Daðadóttir.
Jóhann Smári og Jelena í Duus-húsi sunn. 6. mars kl. 17
Hjónin Jóhann Smári Sævarsson og Jelena Raschke halda tónleika ásamt Ragnheiði Skúladóttur píanóleikara og móður Jóhanns, í Duus-húsi sunnudaginn 6. mars kl. 17. Á efnisskránni verða íslensk og rússnesk lög.
Continue reading „Jóhann Smári og Jelena í Duus-húsi sunn. 6. mars kl. 17“