Fjárlögin

 Kæru félagar,

því miður verður ekkert af Fjárlagasöng og fiskisúpu í þetta sinn, við frestum því fram á haust.
Næstu viðburðir á vegum fís eru fræðslumorgunn með Mörtu Guðrúnu Halldórsdóttur þar sem hún fræðir okkur um hefðir og flúrsöng í barokktónlist, laugardaginn 2. apríl kl 10.30 og Happy hour á Grand Hóteli, föstudaginn 8. apríl kl. 17 – 19.
Kær kveðja,

Hlín

Bergþór með SÍ lau. 5. mars kl. 14

Bergþór Pálsson verður einsöngvari á fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands laugardaginn 5. mars kl. 14, sem nefnast Nornir og töframenn. Við heyrum í rússnesku norninni Baba Jaga, sem flýgur um á kústskafti og hnuplar börnum, heyrum norskan trölladans úr leikhústónlist Griegs við Pétur Gaut, auk þess sem sjálfur Frankenstein verður sérstakur gestur á tónleikunum. Sögumaður er Halldóra Geirharðsdóttir og stjórnandi Bernharður Wilkinson.