Óperurnar Öskubuska, Brúðkaup Fígarós og Ástardrykkurinn eru í forgrunni á efnisskrá næstu hádegistónleika Íslensku óperunnar sem fram fara þriðjudaginn 22. mars kl. 12.15. Flytjendur eru úr röðum ungra íslenskra einsöngvara en gestasöngvari á tónleikunum er tenórsöngvarinn Garðar Thór Cortes. Sviðssetningu atriðanna annast Sibylle Köll. Aðrir einsöngvarar: Bragi Jónsson, bassi, Erla Björg Káradóttir, sópran, Magnús Guðmundsson, baritón, Rannveig Káradóttir, sópran, Rósalind Gísladóttir, mezzó-sópran, Sibylle Köll, messó-sópran, Antonía Hevesi, píanó.
Aðgangseyrir á tónleikana er aðeins 1.500 kr. Gestir geta keypt léttar veitingar í anddyri Íslensku óperunnar fyrir og eftir tónleikana. Missið ekki af skemmtilegri hádegisstund í Íslensku óperunni!
Continue reading „Ungir einsöngvarar og Garðar Thór í ÍÓ þri. 22. mars kl. 12.15“