Frédérique Friess í Norræna húsinu sunn. 10. apríl kl. 15.15

Frédérique Friess sópran syngur á tónleikum í Norræna húsinu sunnudaginn 10. apríl kl. 15.15. Hún var tilnefnd sem tilnefnd  bjartasta vonin af ungum söngvurum í óperutímaritinu Opernwelt 2003. Ásamt Frédérique koma fram Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari.

Tónleikarnir eru tileinkaðir minningu Sigursveins D. Kristinssonar á 100 ára afmæli hans en einnig verða flutt verk eftir Nadia Boulanger, Robert Schumann, Francis Poulenc, Franz Schubert, Charles Gounod, Erik Satie og Claude Debussy.

Á tónleikunum er í öndvegi verk Sigursveins D. Kristinssonar, Romanza fyrir selló og píanó en Sigursveinn hefði orðið 100 ára þann 24. apríl nk. Yfirskriftin, "Byrjun sólmánaðar, skollaskálin alhvít og skútudalurinn.." er tilvitnun í grein sem hann ritaði árið 1959 þegar hann lagði grunn að félagi fatlaðra en Sigursveinn var fremstur í flokki stofnenda Sjálfsbjargar ásamt því að vera tónskáld og uppeldisfrömuður í tónlist. Romanza er eina verkið sem Sigursveinn samdi fyrir selló en hann er þekktastur fyrir söngljóð sín.

Söngkonan Frédérique Friess er fædd í Strassbourg á mörkum landamæra Þýskalands og Frakklands og mun á þessum tónleikum túlka ljóð frá þessum tveimur löndum. Þar stendur upp úr Widmung op. 24 eftir Robert Schumann og Apres un Réve eftir Gabriel Fauré en á tónleikunum má heyra úrval söngljóða sem lýsa ólíkum stílum franska ljóðsins.

Aðgangur 1500 krónur, en 750 fyrir aldraða. öryrkja og námsmenn.

Sigríður Aðalsteinsdóttir í Hafnarborg fimmt. 7. apríl kl. 12

Sigríður Aðalsteinsdóttir syngur á hádegistónleikum Hafnarborgar fimmtudaginn 7. apríl kl. 12. Húsið er opnað kl. 11.30 og tónleikarnir standa í um hálfa klukkustund. Antonía Hevesí leikur með á píanó.
Á dagskrá tónleikana verða aríur frá barokk- til rómantíska tímabilsins, m.a. eftir Donizetti, Rossini og Verdi. Sigríður Aðalsteinsdóttir hóf söngferil sinn í Þjóðaróperunni í Vínarborg árið 1997 og hefur haldið fjölda ljóðatónleika og komið fram sem einsöngvari víða með kórum og hljómsveitum. m.a. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sigríður kennir einsöng við Söngskóla Sigurðar Demetz í Reykjavík

 

Continue reading „Sigríður Aðalsteinsdóttir í Hafnarborg fimmt. 7. apríl kl. 12“

Kristján, Rósalind og Anton í Grindavíkurkirkju sunn. 3. apríl kl. 20

5 dagar - Kristján Jóhannsson, Rósalind og Anton í Grindavíkurkirkju Kristján Jóhannsson, Rósalind Gísladóttir og Anton Þór Sigurðsson verða með tónleika í Grindavíkurkirkju sunnudaginn 3.apríl kl. 20:00. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, m.a. lög eftir: Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Runólfsson, Gershwin, F.Chopin, Ernesto di Curtis, Mozart, Rossini og fleiri. Miðar eru seldir við innganginn og kostar aðeins 1000 kr. inn.  Tónleikarnir eru liður í menningarviku Grindavíkurbæjar sem hefst þann 2. apríl og stendur í viku.
Hér er linkur á síðu Grindavíkurbæjar með nánari upplýsingum um tónleikana.