Ungir einsöngvarar í ÍÓ þri. 19. apríl kl. 12.15

 Síðustu hádegistónleikar vetrarins í Íslensku óperunni verða þriðjudaginn 19. apríl kl. 12.15. Að þessu sinni er gestasöngvari á tónleikunum Maríus Sverrisson, sem gert hefur garðinn frægan bæði hérlendis og í Þýskalandi. Auk hans kom fram á tónleikunum Bragi Jónsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Erla Björg Káradóttir, Hlynur Andri Elsuson, Hörn Hrafnsdóttir, Jóhanna Héðinsdóttir og Natalía Druzin Halldórsdóttir ásamt Antoníu Hevesí píanóleikara. Á efnisskránni eru aríur og samsöngvar m.a. úr Aidu, Spaðadrottningunni, Don Pasquale, Don Giovanni, My Fair Lady og Óperudraugnum. Sviðsetningu annast Bjarni Thor Kristinsson, bassasöngvari, sem spreytir sig í fyrsta sinn á sviðsetningu í Íslensku óperunni, en hann hefur sungið í mörgum af þekktustu óperuhúsum Evrópu á undanförnum árum.

Aðgangseyrir á tónleikana er aðeins 1.500 kr. Gestir geta keypt léttar veitingar í anddyri Íslensku óperunnar fyrir og eftir tónleikana. 

Continue reading „Ungir einsöngvarar í ÍÓ þri. 19. apríl kl. 12.15“

Gleðistund á Grand Hotel fö. 15. apríl kl. 17

 Kæru félagar,

þá er komið að því, síðasti hittingurinn á þessu starfsári. Við mætum á Grand Hótel þar sem "tveir fyrir einn" tilboð á hvítvínsglasinu gildir frá kl.17.00 – 19.00 á Happy hour á föstudögum, er það ekki eitthvað fyrir okkur? Tilvalið tækifæri til að jafna sig að lokinni prófavertíð og stæra sig af árangrinum, eða stappa stálinu í þá sem eiga lokasprettinn eftir fram að páskafríi.

Sjáumst sem flest!