Óperudraugurinn hjá Óperu Skagafjarðar

 Ópera Skagafjarðar og Draumaraddir norðursins setja upp og sýna Óperudrauginn (The Phantom of the opera e. Andrew Lloyd Webber) á þremur sýningum í vor;

–   Miðgarði / Skagafirði 1. maí kl. 16:00

–   Tjarnarbíói / Reykjavík 7. maí kl. 20:00

–   Hofi (Hamraborg) / Akureyri 15. maí kl. 20:00

Með helstu hlutverk fara:

    • Óperudraugurinn: Michael Jón Clarke, baritón
    • Christine: Alexandra Chernyshova, sópran
    • Raul: Ívar Helgason, tenór
  • Nánar á dreamvoices.is
  •  

    Continue reading „Óperudraugurinn hjá Óperu Skagafjarðar“

    Þóra 29. apríl kl. 12.15 og 1. maí kl. 13.15 í Gerðubergi

     Föstudaginn 29. apríl kl. 12:15 og sunnudaginn 1. maí kl. 13:15  syngur Þóra Einarsdóttir ásamt Nínu Margréti Grímsdóttur á tónleikum í röðinni Klassík í hádeginu, undir yfirskriftinni: Voru Mozart og Beethoven vinir? Á efnisskránni eru ljóðalög eftir Mozart og Beethoven. 

    Continue reading „Þóra 29. apríl kl. 12.15 og 1. maí kl. 13.15 í Gerðubergi“

    Tenórakvöld lau. 30. apríl kl. 20 í ÍÓ

     Laugardagskvöldið 30. apríl  kl. 20 verða tónleikar undir yfirskriftinni Tenórarnir þrír og einn í útrás í Íslensku óperunni. Tenórarnir fjórir eru Garðar Thór Cortes, Gissur Páll Gissurarson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Snorri Wium. Sérstakir gestir eru Diddú og Óskar Pétursson. Óperukórinn í Reykjavík kemur fram undir stjórn Garðars Cortes, Antonía Hevesí og Jónas Þórir leika á píanó.

    Á tónleikunum munu tenórarnir og gestirnir syngja vinsælustu tenóraríurnar og einnig minna þekktar söngperlur.