Elín Ósk og Kjartan í Hafnarborg mið. 1. júní kl. 20.30

Sönghjónin Elín Ósk Óskarsdóttir og Kjartan Ólafsson halda tónleika í Hafnarborg miðvikudaginn 1. júní kl. 20.30 á afmælisdegi bæjarins. Píanóleikari: Jónas Þórir.

Efnisskráin er eingöngu tileinkuð hinum ýmsu hafnfirsku tónskáldum, m.a. Friðriki Bjarnasyni, Árna Gunnlaugssyni, Björgvin Halldórssyni, Magnúsi Kjartanssyni o.fl.

Miðasala við innganginn, aðgangur kr. 2,000.-

Hlín í African Sanctus í Grafarvogskirkju sunn. 15. maí kl. 20

 Sunnudaginn 15. maí kl 20 mun Kór Grafarvogskirkju standa fyrir flutningi á tónverkinu African Santus. Einsöngvari er Hlín Pétursdóttir.

Verkið er eftir breska tónskáldið og tónfræðinginn David Fanshaw. Stjórnandi tónleikanna er Hákon Leifsson, organismi Grafarvogskirkju.

Continue reading „Hlín í African Sanctus í Grafarvogskirkju sunn. 15. maí kl. 20“

RÁÐSTEFNA í Hörpu lau. 7. maí kl. 13

 Ráðstefnan Tónlistin og lífið verður haldin í Hörpu laugardaginn 7. maí kl. 13. Að henni standa Félag tónlistarskólakennara, Félag íslenskra hljómlistarmanna, Tónmenntakennarafélag Íslands, Rannsóknarstofa í tónlistarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Listaháskóli Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Dagskrá má sjá hér að neðan

DAGSKRÁ