Vox Domini 2017 – Vinningshafar og rödd ársins

Eins og flestum er kunngt þá fór úrslitakeppnin fram í kvöld þ. 29. janúar 2017 að viðstöddu miklu fjölmenni í Salnum í Kópavogi.  Keppt var í þremur flokkum, miðstigsflokki, framhaldsflokki og opnum flokki.  Einnig var valin rödd ársins og höfðu margir beðið eftir að heyra hver hlyti þann titil.

Rödd ársins var valin og  þá nafnbót hlaut Marta Kristín Friðriksdóttir

Úrslit í Opnum flokki urðu sem hér segir:

  1.  Marta Kristín Friðriksdóttir
  2.  Gunnar Björn Jónsson
  3. Gunnlaugur Jón Ingason

Í Framhaldsstigi hlutu verðlaun:

  1.  Ari Ólafsson
  2.  Jóhann Freyr Óðinsson
  3.  Einar Dagur Jónsson

Í Miðstigi hlutu verðlaun:

  1.  Aron Ottó Jóhannsson
  2.  Ragnar Pétur Jóhansson
  3.  Jökull Sindri Gunnarsson

SÖNGKEPPNIN VOX DOMINI 2017 – ÚRSLIT –

Logo VOX DOMINIEins og flestu söngáhugafólki er kunnugt um þá hefur söngkeppnin Vox Domini staðið yfir nú um helgina.

Hún hófst á föstudaginn 27. janúar  með forkeppni og síðan fylgi undanúrslit eftir í dag, þ. 28. janúar.  Forkeppnin fór fram í Söngskólanum í Reykjavík og undanúrslitin fóru fram í Tónlistarskólanum í Garðabæ.  Þökkum við skólastjórnendum beggja skólanna og starfsfólki fyrir alla aðstoðina við keppnina.  Án þessarar aðstöðu og aðstoð hefðum vart getað hrint þessari keppni í framkvæmd.  Nú er ljóst hvaða keppendur hafa komist í úrslit.

Úrslitin fara fram í Salnum í Kópavogi, sunnudagin 29. janúar kl. 19:00 og er opin almenningi.  Við lofum skemmtilegri keppni og við erum sannfærð um að þarna sjáum við marga af söngvurum næstu framtíðar.

Eftirtaldir keppendur komust í úrslit:

Miðstig

Aron Ottó Jóhannsson

Jökull Sindri Gunnarsson

Ragnar Pétur Jóhannsson

Unnur Helga Vífilsdóttir

Framhaldsstig

Ari Ólafsson

Einar Dagur Jónsson

Hildur Eva Ásmundardóttir

Jóhann Freyr Óðinsson

Þórhallur Auður Helgason

Opinn flokkur

Gunnar Björn Jónsson

Gunnlaugur Jón Ingason

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir

Marta Kristín Friðriksdóttir

Steinunn Sigurdardottir

Eins og fyrr segir fara úrslitin fram í Salnum í Kópavogi kl 19:00 á morgun þ. 29. janúar.

 

VOX DOMINI 2017

Forkeppnin

Eins og fram hefur komið þá fer forkeppnin fram í Söngskólanum í Reykjavík, að Snorrabraut 54, 105 Reykjavík, sem hér segir:

Föstudagur 27. jan – Forkeppni í Söngskólanum í Reykjavík

Kl. 15:00 – 16:00 Miðstig

Kl. 16:00 – 17:45 Framhaldsstig

Kl. 18:00 – 20:00 Opinn flokkur I (A – H)

Kl. 20:00 – 22:00 Opinn flokkur II (I – Ö)

Keppendum verður raðað í stafrófsröð. Þátttakendur skulu vera komnir í skólann eigi síðar en hálf tíma áður en keppnin hefst.

Allir keppendur syngja eitt íslenskt sönglag að hámarki þrjár mínútur og hafa annað tilbúið að eigin vali, að hámarki þrjár mínútur í forkeppninni fyrir stjórn FÍS, ef þurfa þykir.

Stjórn FÍS velur að hámarki tíu þátttakendur úr hverjum flokki í undanúrslit.

Að kvöldi forkeppninnar mun dómnefnd senda þátttakendum tölvupóst með upplýsingum um hvort viðkomandi hafi komist áfram í undanúrslit. Athugið að, þar sem um fjöldapóst er að ræða, getur tölvupósturinn lent í ruslahólfinu.

Við biðjum ykkur því að fylgjast vel með tölvupóstum en einnig verða upplýsingar birtar á heimasíðu félagsins www.fisis.is

Þeir sem nýta sér meðleikara keppninnar geta verið í sambandi við Antoníu Hevesi í síma 864 2125 eða antoniahevesi@gmail.com

Ef forföll verða af einhverjum ástæðum, þá biðjum við ykkur að láta vita sem fyrst.

Einnig ef breytingar verða varðandi meðleikara þá biðjum við ykkur að láta okkur vita á fisis@fisis.is

Undanúrslit

Laugardagur 28. jan – Undanúrslit Tónlistarskólinn í Garðabæ

Kl. 13:00 Miðstig 

Kl. 14:00 Framhaldsstig

Kl. 16:00 Opinn flokkur

Úrslit – Takið eftir breyttri tímasetningu

Sunnudagur 29. jan – Úrslit Salurinn í Kópavogi

Kl. 19:00

Miðstig 

Framhaldsstig 

Opinn flokkur