Kristinn og Víkingur í Hörpu 16. júní kl. 20.30

 Fimmtudaginn 16. júní kl. 20.30 verður spennandi viðburður í íslenskri tónlistarsögu, en þá leiða saman hesta sína tveir stórjöfrar, þeir  Kristinn Sigmundsson og Víkingur Heiðar Ólafsson í fyrsta skipti. Tónleikarnir eru jafnframt þeir fyrstu sem Kristinn syngur á í Hörpu. Á efnisskránni er Vetrarferðin eftir Franz Schubert, sem er af mörgum talinn áhrifamesti ljóðaflokkur allra tíma.

Miðar á tónleikana gilda jafnframt á opna æfingu listamannanna 14.  júní kl. 20, þar sem þeir munu leiða (ekki þó hönd í hönd) áheyrendur í gegnum flokkinn í tali og tónum og skoða ólíkar túlkunarleiðir.

Gleðistund á Munnhörpu lau. 21. maí kl. 15-17

 
   

Kæru félagar, vegna fjölda áskorana frá félagsmönnum sem þyrstir í félagsskap og skoðanaskipti,  (meðal annars), munum við halda eina gleðistund enn á vegum FÍS. Við hittumst við brynningarlónið Munnhörpuna á fyrstu hæð í Hörpu kl. 15 – 17 á morgun, laugardag. Tilvalið að mæta aðeins fyrr og búa sig undir að njóta þess að hlusta á Jonas Kaufmann. Fyrir hönd stjórnarinnar óska ég þess að við eigum öll yndislegt sumarfrí með ferðalögum, tónlistarviðburðum og hæfilegu viðburðaleysi,

Hlín