Söngnámskeið (Masterclass) hjá próf. Normu Enn

Vert er að vekja sérstaka athygli á söngnámskeiði hjá Normu Enn sem fer fram í ýmsum tónlistarskólum í þessari viku.  Áður hafa birst upplýsingar á þessari síðu, hvar og hvenær hún verður í hinum mismunandi skólum.

Einnig er lesendum okkar bent á viðtal við Normu sem birtist hjá Smugumenningunni „Söngneminn mætir í söngtíma til að vekja sér þrá …“

Söngkennarar og söngnemendur eru hvattir til að mæta á þessi söngnámskeið, því þar kennir margra grasa og fróðlegt verður að fylgjast með hvernig Norma Enn kemur til með nýta sér hin ýmsu tölvuforrit við kennsluna og til að sýna áheyrendum hvað er að gerast í röddinni…

Fyrirlestur prófessors Normu Enns

Eins og tilkynnt var um miðjan desember þá heldur prófessor Norma Enns fyrirlestur n.k. laugardag kl. 13:00 í Söngskólanum í Reykjavík.  Efni fyrirlestrarins verður um notkun nýjustu tækni í söngkennslu og í fjarkennslu.

Eins og að framan segir þá verður fyrsti fræðslufundur okkar á nýju ári haldinn laugardaginn 14. janúar kl 13.00 í Snorrabúð Söngskólans í Reykjavík. Hann verður með hátíðlegasta sniði því við höfum fengið til liðs við okkur prófessor Normu Enns frá
tónlistarháskólanum í Hannover, en hún er einnig fráfarandi formaður evrópusambands söngkennara. Hún mun fjalla um notkun nýjustu tækni í söngkennslu, bæði innan skóla og í fjarkennslu. Að fyrirlestri loknum verða að vanda veitingar í boði félagsins og reiknum við með líflegum umræðum að fyrirlestri loknum. Ég vil hvetja félaga til að gera sér mat úr heimsókn þessarar mætu konu. Hún verður með upplýsingar fyrir okkur á prenti, einnig getum við fengið upplýsingar beint inn á fartölvur eða usb-lykil.

Hún verður gestur okkar í heila viku og verður með masterklassa sem hér segir:

Mánudagur 16. janúar
10 – 13         Söngskólinn í Reykjavík – Snorrabúð
17  – 19        Söngskóli Sigurðar Demetz  – Salur

Þriðjudagur 17. janúar
13 – 16         Söngskólinn í Reykjavík – Snorrabúð

Miðvikudagur 18. janúar
18 – 20 Nýi tónlistarskólinn – Salur

Fimmtudagur 19. janúar
17 – 20 Tónlistarskólinn í Reykjavík – Salur

Föstudagur 20. janúar
13 – 16 Listaháskóli Íslands – Sölvhóll, salur á mótum Klapparstígs og Skúlagötu

Aðgangur til áheyrnar er öllum heimill og skulum við hvetja
samstarfsfólk okkar og nemendur til að mæta, það er ekki á hverjum degi sem slíkt tækifæri býðst.

Hér að neðan gefur að líta nánari upplýsingar um prófessor Normu Enn. Continue reading „Fyrirlestur prófessors Normu Enns“