Hljóðfæra- og söngnámskeið í Listaháskóla Íslands

Vakin er athygli á hljóðfæra- og söngnámskeið, sem haldið verður í húsakynnum LHÍ við Sölvhólsgötu þann 18. og 19. febrúar, 2012.
Námskeiðið er liður í kynningarstarfsemi  háskólans.  Kennslan fer fram í hóptímum og er nemendum á framhaldsstigi boðin þátttaka, sér að kostnaðarlausu. Einnig munu nemendur LHÍ halda tónleika fyrir þátttakendur og Halldór Haraldsson píanóleikari mun halda fyrirlestur um Franz Liszt.
Fagstjórar og kennarar LHÍ munu sjá um kennsluna og er þeim nemendum, sem hug hafa á þátttöku, bent á að skrá sig með því að senda nafn, tölvupóst og þau verkefni sem þau vilja vinna á námskeiðinu til Sóleyjar, soleybjort@lhi.is  fyrir 13. Febrúar, 2012.

Nánari upplýsingar: Continue reading „Hljóðfæra- og söngnámskeið í Listaháskóla Íslands“

Á ljúfum nótum í Háteigskirkju

Vert er að benda á tónleikaröðina „Á ljúfum nótum í Háteigskirkju“ sem verður hleypt af stokkunum nú í febrúar.
Tónleikar verða annan hvern föstudag, hefjast ávallt kl. 12.30 og
taka u.þ.b. hálftíma.
Fyrstu tónleikarnir verða þann 17. febrúar næstkomandi.
Flytjendur koma úr ýmsum áttum, bæði söngvarar og hljóðfæraleikarar en listrænn stjórnandi er Lilja Eggertsdóttir píanóleikari.
Miðaverð er 1.000 kr.