Kristinn Sigmundsson með hádegisfyrirlestur

Kristinn Sigmundsson heldur hádegisfyrirlestur við tónlistardeild LHÍ í Sölvhóli föstudaginn 2. mars kl. 12-12:45.  Kristinn Sigmundsson óperusöngvari hefur haft söng að aðalstarfi í nær þrjátíu ár. Hann fjallar um feril sinn og áhrifavalda.
Auk þess mun hann ræða um starf söngvara og mikilvæg atriði í sambandi við undirbúning söngnemenda fyrir starfið.

Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.

Næstu hádegisfyrirlestarar deildarinnar:
16. mars                                              Greta Salóme Stefánsdóttir
23. mars                                              Magnús Jensson
30. mars                                              Svanlaug Jóhannsdóttir
13. apríl                                               Hafdís Bjarnadóttir

Einsöngstónleikar í Aratungu

Efnisskráin samanstendur af íslenskum, þýskum og ítölskum sönglögum og ljóðum. Sérvalin með fegurð og skemmtanagildi í huga að sjálfsögðu.

Fram koma:
Egill Árni Pálsson – tenor
Kristinn Örn Kristinsson – píanóleikari
– Gestasöngvari: Henríetta Ósk Gunnarsdóttir – sópran

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir.
(Tekið verður á móti frjálsum framlögum á tónleikastað, óski fólk
eftir því að styrkja tónleikana)

Lífsins Karnival á Akureyri

Ingveldur Ýr Jónsdóttir og Garðar Thór Cortes ásamt gestum flytja söngleikjatónlist og dægurlög í bland við óperuaríur í útsetningum Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar.

Einstök sýning sem engin má láta fram hjá sér fara.