Masterclass – Christoph Prégardien og Ulrich Eisenlohr

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að Christoph Prégardien, tenór og  Ulrich Eisenlohr, píanóleikari munu halda tónleika á Listahátíð í vor og mun FÍS í samstarfi við Listahátið standa fyrir masterclass með þeim í Kaldalóni í Hörpu, þriðjudaginn 29. maí frá kl 10.00 – 17.00.  Námskeiðið miðast við starfandi söngvara og píanista, frekar en nemendur og er hér um einstakt tækifæri fyrir íslenska listamenn að ræða. Til námskeiðsins er boðið söngvara og píanista saman og fær hvert par um 45 mínútur og ætlunin er að taka á móti 7 pörum.  Kostnaður á hvert par er kr. 20.000.  Námskeiðið verður jafnframt opið áheyrendum, aðgangseyrir kr. 1500. Umsóknarfrestur til 21. maí.

Áhugasömum er bent á að tala við Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, olofkolbrun@songskolinn.is

eða Dagrúnu Hjartardóttur dagrunhj@gmail.com.

Sjá einnig www.listahatid.is


Stjórn Félags íslenskra söngkennara

Masterclass námskeið á vegum FÍS og Listahátíðar 2012

Christoph Prégardien, tenór og  Ulrich Eisenlohr píanóleikari munu halda tónleika á Listahátíð í vor og mun FÍS í samstarfi við Listahátið standa fyrir masterclass með þeim í Kaldalóni í Hörpu, þriðjudaginn 29. maí frá kl 10.00 – 17.00. Námskeiðið miðast við starfandi söngvara og píanista, frekar en nemendur og er hér um einstakt tækifæri fyrir íslenska listamenn að ræða. Til námskeiðsins er boðið söngvara og píanista saman og fær hvert par um 45 mínútur og ætlunin er að taka á móti 7 pörum. Nánari upplýsingar um kostnað og framkvæmd koma fljótlega.

NÁMSKEIÐ Í ÍTALSKRI SÖNGHEFÐ – Laura Sarti í Iðnó 16. og 17. mars 2012

Laura Sarti, MBE FGS, prófessor við Guildhall School of Music and Drama

Söngnámskeið í ítalskri sönghefð, Bel Canto, fyrir söngnemendur á lokastigum og söngvara sem þegar hafa sigið sín fyrstu skref verður haldið í Iðnó dagana 16. og 17. mars frá kl. 10-16. Námsskeiðið er opið almenningi laugardaginn 17. mars frá 13-16 þar sem hægt verður að fylgjast með Lauru Sarti kenna nokkrum af okkar efnilegustu söngvurum. Einnig verður hægt að taka þátt í námskeiðinu sem áhorfandi. Continue reading „NÁMSKEIÐ Í ÍTALSKRI SÖNGHEFÐ – Laura Sarti í Iðnó 16. og 17. mars 2012“