Christoph Prégardien á hátíðlegum ljóðatónleikum hvítasunnudag

HÁTÍÐLEGIR LJÓÐATÓNLEIKAR Á HVÍTASUNNUDAG

Þýski tenórinn Christoph Prégardien er einn fremsti ljóða- og óratoríusöngvari heims. Hann flytur ein fegurstu ljóð Schubert og Schumann á sunnudag á Listahátíð ásamt Ulrich Eisenlohr píanóleikara.

Christoph Prégardien er hátt skrifaður lýrískur tenór og mikils metinn kennari, sem hefur unnið mikið frumkvöðlastarf í útbreiðslu kammertónlistar. Ulrich Eisenlohr hefur einnig sérhæft sig í kammertónlist og hefur skipað sér virðingarsess með löngum ferli sínum sem konsertpíanisti og meðleikari í Evrópu, Ameríku og Japan.  Eisenlohr er listrænn stjórnandi og píanóleikari í heildarútgáfu Naxos á ljóðum Schubert.

Á fyrri hluta tónleikanna flytja þeir níu ljóðasöngva eftir Franz Schubert við ljóð Ernst Schulze. Þar á meðal eru glæsileg lög eins og Auf der Bruck, Über Wildeman og Im Frühling. Á síðari hluta tónleikanna flytja þeir ljóðaflokkinn Liederkreis op. 39, eftir Robert Schumann við ljóð Joseph von Eicherdorff. Í tengslum við tónleika Prégardien og Eisenlohr standa Listahátíð og Félag íslenskra söngkennara (FÍS) fyrir opnu námskeiði, Master Class, með pörum íslenskra söngvara og píanóleikara. Sjá meiri upplýsingar hér.

Tónleikar Prégardien og Eisenlohr eru í Hörpu, Norðurljósum á hvítasunnudag kl. 15.

Smelltu hér til að kaupa miða eða hafðu samband við miðasölu í síma 528-5050.

Næsta heimsráðstefna söngkennara – ICVT 2013

 

 

 

 

Hér að ofan er krækja á síðu þar sem eru veittar upplýsingar um næstu heimsráðstefnu sem haldin verður í Bribane í Ástralíu dagana 10. – 14. júlí 2013

Eins og þeir vita, sem hafa sótt þessar alheimsráðstefnur heim, gefst okkur kostur á því að hitta aðra starfsfélaga, stofna til tengsla, hlýða á fyrirlestra og hlýða og taka þátt í „Masterclass“

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og ekki úr vegi að byrja á því að leggja til hliðar því Brisbane er ekki alveg við bæjardyrnar.

Söngkennararáðstefna

Fjölbreytni í fyrirrúmi – Söngkennararáðstefna

1. september 2012, Tónlistarskólanum á Akranesi, Dalbraut 1

DAGSKRÁ

09.00 – 09.30      Mæting og spjall

09.30 – 10.00      Upphitun – bræðingur

10.15 – 12.00      Kynning á mismunandi kennsluaðferðum í söng

10.15 Fyrirlestur – söngkennsla ungra radda.  Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir (TÍ) .

10.35 Fyrirlestur – söngkennsla CVT.  Björk Jónsdóttir (FÍH).

10.55 Fyrirlestur – söngkennsla Lichtenberger. Hlín Pétursdóttir (TR).

11.15 Pallborðsumræður – Ingveldur Ýr Jónsdóttir stjórnar umræðum um mismunandi kennsluaðferðir.

MATARHLÉ

13.00 – 14.00      Spuni í tónlistarkennslu

— Gunnar Ben

 14.00 – 15.00      Af kynslóðabilunum og öðrum bilunum í samskiptum fólks, kennara og nemenda.

— Þórhildur Þórhallsdóttir frá Þekkingarmiðlun.

Eldgamla liðið, skyndikynslóðin, ofdekraða kynslóðin og ábyrgðarlausa kynslóðin.

„En sem betur fer þá er okkar kynslóð ekki með neina vitleysu og eins og einhver sagði þá eru vitleysingarnir allir á hinni vaktinni.“

 15.00 – 16.00      Að vinna úr góðri sem slæmri reynslu á sviði

— Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur.

 KAFFIHLÉ

16.15 – 18.00      Fyrirlestur og masterclass

— Kristinn Sigmundsson segir frá kennsluaðferðum John Bullocks og leiðbeinir         söngvurum.

 19.00                     Hátíðarkvöldverður á Galító

Snemmskráning fyrir 1. júní 5.000 kr.

Fullt verð 7.500 kr.

Hátíðarkvöldverður (tveggja rétta) á Galító,  4.000 kr. (ekki innifalinn í ráðstefnugjaldi).

Skráning: dagrunhj@gmail.com og ingveldur@gmail.com