SÖNGKENNARARÁÐSTEFNA

Nú fer að líða að söngkennararáðstefnunni á Akranesi og er hér vakinn aðhygli félagsmanna á því að enn er hægt að skrá þátttöku sína.  Hér að neðan gefur að líta efnisskránna og eins og sést er margt forvitnilegt á yfirlitinu.

Fjölbreytni í fyrirrúmi

Söngkennararáðstefna

1. september 2012, Tónlistarskólanum á Akranesi, Dalbraut 1

DAGSKRÁ
09.00 – 09.30       Mæting og spjall
09.30 – 10.00       Upphitun – bræðingur Hanna Þóra sér um upphitun

10.15 – 12.00       Kynning á mismunandi kennsluaðferðum í söng

10.15 Fyrirlestur – söngkennsla ungra radda.  Bjarney Ingibjörg  Gunnlaugsdóttir (TÍ) .
10.35 Fyrirlestur – söngkennsla eldri radda Jóhanna Halldórsdóttir
10.55 Fyrirlestur – söngkennsla CVT.  Björk Jónsdóttir (FÍH).
11.15 Fyrirlestur – söngkennsla Lichetenberg. Hlín Pétursdóttir (TR).

11.35 Pallborðsumræður – Ingveldur Ýr Jónsdóttir stjórnar umræðum um   mismunandi kennsluaðferðir.

MATARHLÉ 12.15

13.00 – 14.00       Spuni í tónlistarkennslu
Gunnar Ben

14.00 – 15.00       Af kynslóðabilunum og öðrum bilunum í samskiptum fólks, kennara og nemenda.
Þórhildur Þórhallsdóttir frá Þekkingarmiðlun.
Eldgamla liðið, skyndikynslóðin, ofdekraða kynslóðin og ábyrgðarlausa kynsl

„En sem betur fer þá er okkar kynslóð ekki með neina vitleysu og eins og einhver sagði þá eru vitleysingarnir allir á hinni vaktinni.“

15.00 – 16.00       Að vinna úr góðri sem slæmri reynslu á sviði

                       Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur.

KAFFIHLÉ

16.15 – 18.30.     Fyrirlestur og masterclass
Kristinn Sigmundsson segir frá kennsluaðferðum John Bullocks og leiðbeinir  söngvurum.

19.00                      Hátíðarkvöldverður á Galító

Snemmskráning fyrir 1. júní 5.000 kr.
Fullt verð 7.500 kr.

Hátíðarkvöldverður (tveggja rétta) á Galító,  4.000 kr. (ekki innifalinn í ráðstefnugjaldi).

Skráning: dagrunhj@gmail.com og ingveldur@gmail.com

Söngstúdíó Ingveldar Ýrar fer af stað

Söngstúdíó – Ingveldar Ýrar er nú að fara af stað með ný námskeið í tónfræði og nótnalestri, hraðferð – sem er tilvalin fyrir þá sem hafa einhvern bakgrunn en þurfa upprifjun og vilja ekki eyða heilum vetri í að læra tónfræði.

Meðfram tónfræðinni er kenndur nótnalestur með þarfir og aðferðir söngvara í fyrirrúmi.

Kennsla fer fram á Dvergshöfða 27, fimmtudaga kl. 17-19. Sex vikna námskeið kostar 35.000 og fæst niðurgreitt af stéttarfélögum.

Mörg önnur námskeið og kennsla er í boði hjá Söngstúdíóinu, sjá http://www.songstudio.is

Tónleikar í Árbæjarkirkju 3. júlí n.k.

Þóra Gylfadóttir sópransöngkona, Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona og
Hjörtur Ingvi Jóhannsson píanóleikari verða með tónleika í Árbæjarkirkju þriðjudagskvöldið 3. júli kl. 20.30.

Efnisskráin verður fjölbreytt og skemmtileg.

Íslenskar einsöngsperlur, aríur, jazzlög, söngleikjalög, dúettar og margt
fleira.

Miðaverð: 1500 kr.

Gaman væri að sjá ykkur !!