Söngnámskeið í Toskana

Það eru enn laus pláss fyrir söngglaða menn og konur á námskeiði sem nefnist Appassionato og verður haldið í Toscana á Ítalíu í október.   Í boði eru einkatímar, þáttaka í Vokal Ensemble og nemendakonsertar í Firenze.

Gisting á staðnum í undurfagurri „villu“ (4 stjörnu hótel) með sundlaug.  Nóttin með hálfu fæði kostar 40 Evrur.

 

Nánari upplýsingar koma hér ef smellt er á krækjuna:

http://www.appassionato.eu/Raffaele_New_2011/A_Musik/Seminar_12_Brochure.pdf

 

Einnig gæti Rósa Krisín Baldursdóttir gefið  nánari upplýsingar ef einhver vill stökkva af stað! (rosa.k.bald@hotmail.com)

 

Óperan Eugene Onegin

Eftir mjög vel heppnaða uppfærslu á óperunni Toscu eftir Giacomo Puccini í Keflavíkurkirkju síðasta sumar, vaknaði sú hugmynd að stofna til árlegrar sumar óperuhátíðar í Reykjanesbæ. Þetta sumar bjóðum við upp á en stærri óperuuppfærslu en Tosca var.

Óperan sem flutt verður í sumar heitir „Eugene Onegin“ og er eftir rússneska tónskáldið Pjotr Tschaikovsky við sögu Púskin. Óperan fjallar um ástir, vináttu og afbrýði sem endar með einvígi þar sem Onegin drepur vin sinn Lensky. Sagan hefst í sveitasælu og endar á hátíðlegu balli Gremins fursta í St. Pétursborg. Tónlistin er stórfengleg, rómantísk og lagræn. Sungin verður íslensk þýðing Þorsteins Gylfasonar á verkinu sem flutt var í Íslensku óperunni 1993. Einsöngvarar í sýningunni eru: Jóhann Smári Sævarsson, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Rósalind Gísladóttir, Viðar Gunnarsson, Dagný Jónsdóttir, Hörn Hrafnsdóttir, Egill Árni Pálsson, Bragi Jónsson, Gunnar Kristmannsson og Sigurjón Jóhannesson. Leikstjórn verður í höndum Jóhanns Smára og tónlistarstjórn í höndum Antoniu Hevesi.

Sýningar fara fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ.

Miðasala er hjá midi.is