Opera for One – Mikael Tariverdiev

Ópera í einum þætti “Biðin” eða “Monologue konu”. 

Tónlist: Mikael Tariverdiev
Ljóð: 
Robert Rozdestvenskiy

Flytjendur:
Alexandra CHERNYSHOVA – sópran
Renata IVAN – pianó

Mikaél Tariverdiev (1931-1996 ) er frægt rússneskt tónskáld 20. aldar, hann skrifaði tónlist fyrir meira en 130 sovíeskar kvikmyndir, t.d. “Seventeen Moments of Spring”, “ The Irony of Fate” o.fl. Auk þess að semja tónlist fyrir kvikmyndir þá skrifaði hann hundrað rómansa, fjórar óperur o.fl. Mikael Tariverdiev skrifaði á sínu seinni árum mörg verk fyrir orgel og frá árinu 1999 í Kalinigrad var stofnuð af konu hans – Veru Tarvierdievu – Alþjóðalega Orgel keppni í nafni Mikael Tariverdiev. Mikael Tariverdiev var marg verðlaunað tónskáld og með stóran aðdáenda hóp viða um heim.

Heimasiða Mikael Tariverdiev: http://www.tariverdiev.ru

Biðin eða Monologue konu eftir Mikael Tariverdiev.
Mónó-ópera í einum þætti. Óperan var frumsýnd árið 1985 í Moskvu.
Þessi ópera er um nútima konu sem bíður eftir draumaprinsinum með mikilli örvæntingu. Öll óperan á sér stað á stefnumóti við karlmann sem konan kom á meira en 30 mínútum fyrr. Þessi kona hefur orðið fyrir mörgum áföllum í einkalífinu. Hún hefur átt peninga og vini en vantar í lífið það sem mestu skiptir – ástina. Verður þetta stefnumót upphafið að ástarsögu eða öðru áfalli í hennar lífi? Tónlistin í óperunni er blönduð af rómantík, nútíma- og kvikmyndatónlist sem gerir þessa óperu einstaka og algjör perlu af rússneskri tónlist 20. aldar. Óperan er flutt á rússnesku. Á þessum tónleikum er einstakt tækifæri á því að njóta tónlistar sem sjaldan er flutt utan Rússlands.

Biðin er hluti af Russian Souvenir menningarverkefni sem tengir saman tónlist og menningu Íslands og Rússlands. Hér er tækifæri að kynnast rússneskri tónlist eins og hún gerist best.

Rödd ársins 2018

Nú er Vox Domini 2018 lokið.  Við eigum mikið af hæfileikafólki í hópi söngvara og það var virkilega gaman að sjá alla sem tóku þátt um helgina.  Sigurvegarar í svona keppnum eru auðvitað allir sem taka þátt, það verður aldrei of oft sagt.

En úrslit keppninnar í ár voru svona:

Opinn flokkur
1. sæti og jafnframt Rödd ársins – Íris Björk Gunnarsdóttir
2. sæti og áhorfendaverðlaun – Sólveig Sigurðardóttir
3. sæti Dagur Þorgrímsson

Framhaldsflokkur
1. sæti – Ásta Marý Stefánsdóttir
2. sæti – Sigurður Vignir Jóhannsson
3. sæti – Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir

Miðflokkur
1. sæti – Ólafur Freyr Birkisson
2. sæti – Katrín Eir Óðinsdóttir
3. sæti – Vera Sif Brynjudóttir

Við viljum þakka kærlega öllum sem með einum eða öðrum hætti gerðu þessa keppni að því sem hún varð:
Tónlistarskóla Kópavogs og  Tónlistarskóla Garðabæjar fyrir afnot af aðstöðu þeirra.
Salurinn í Kópavogi gaf miða á Tíbrártónleika
Sinfoníuhljómsveit Íslands gaf miða á tónleika að eigin vali.
Íslenska Óperan gaf miða á uppfærslu óperunnar,
Nótnaútgáfan Ísalög gaf nótnabækur með einsöngslögum eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Pál Ísólfsson, Karl O. Runólfsson og nýja útgáfu af íslenskum sönglögum með íslenskum og enskum söngtexta.
Sönghátíðin í Hafnarborg gefur þátttöku í masterklass hjá Kristni Sigmundssyni,  þátttöku á tónleikum í lok masterklass, upptaka á tónleikum og miða á alla viðburði hátíðarinnar.
Félag íslenskra söngkennara gefur söngtíma hjá Janet Williams.
Miðar á Óperudrauginn
Fyrstu verðlaun í opnum flokki fá tónleika sér að kostnaðarlausu í Kaldalóni í Hörpu auk þess að hljóta titilinn rödd ársins 2018.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vox Domini 2018!

Það er mikil gleði sem fylgir því að geta opnað fyrir umsóknir í annað sinn í Vox Domini!

Að þessu sinni er keppnin með breyttu sniði þar sem ákveðið hefur verið að horfa til þess hvernig keppnir erlendis eru framkvæmdar.

Í ár eru fyrirfram skilgreindir lagalistar sem velja þarf úr, (listarnir eru að lang mestu leiti byggðir á aðalnámskrá tónlistarskólanna).  Þetta er gert til að reyna að jafna keppnina betur á milli keppenda, þannig að auðveldara sé fyrir dómara að bera saman raddir og flutning, þó að það sé að vísu alltaf flókið.  En við teljum að þetta fyrirkomulag sé betra fyrir alla þætti keppninar.  Að auki verða þrír píanóleikarar á vegum keppninnar sem munu sjá um að spila með öllum þáttakendum.  Ekki er heimilt að nota eigin píanóleikara.  Þarna horfum við til sama fyrirkomulags og tíðkast við fyrirsöng í erlendum óperuhúsum.

Keppendur þurfa því ekki lengur að senda inn nótur með umsókninni, nema í þeim tilvikum þar sem notaðar eru tóntegundir sem ekki er hægt að fá í opinberu útgefnu efni. Notaðar verða nótur í útgefnum tóntegundum sem henta hverri rödd, nema annað sé tekið fram í umsókn.

Búið er að herða og skerpa umsóknarferlið.  Umsækjendur verða að geta sýnt fram á að hafa lokið ÖLLUM forkröfum fyrir hvern flokk.  Ef eitthvað vantar upp á, þá þarf viðkomandi að skrá sig í lægri flokk.

Við erum afar spennt að sjá hvernig til tekst að þessu sinni.  Við tökum að sjálfsögðu við öllum tillögum og ábendingum á netfangið okkar fisis@fisis.is

EKKI ER LENGUR TEKIÐ VIÐ UMSÓKNUM

Með bestu kveðju,
Stjórn Vox Domini
Margrét Eir
Ingveldur Ýr
Egill Árni