Auður með Salonsveitinni í Salnum 16. jan. kl. 17

 Nýárstónleikar Salonsveitar Sigurðar Ingva eru árviss atburður í Salnum, þar sem hún leikur svellandi vínartónlist, valsa, polka og fræg óperettulög. Þeir verða lau. 16. jan. kl. 17. Að þessu sinni bregður sveitin út af vananum og leikur þekkta sígilda slagara í bland.
Í ár er það Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona sem syngur með Salonsveitinni og ekki má gleyma glæsinúmeri Sigrúnar Eðvaldsdóttur.