Óperettutónleikar Óp-hópsins sem haldnir voru í Íslensku óperunni þann 19. janúar verða endurteknir að Stokkalæk þann 29. janúar kl. 20. Í óperunni fengu tónleikarnir frábærar viðtökur áheyrenda og var mikil stemmning jafnt á sviði sem í salnum.
Auður Gunnarsdóttir verður sérstakur gestasöngvari, en hún hefur unnið til verðlauna í þessu skemmtilega fagi.
Á efnisskránni að þessu sinni er óperettutónlist og Vínartónlist, með lögum eftir tónskáld á borð við J. Strauss, E. Kálmán, F. Lehár og R. Stolz. Miðaverð 2.000 kr. stokkalaekur.is