Hinir árlegu tónleikar karlakórsins Fóstbræðra verða að þessu sinni allir haldnir í Langholtskirkju eftirtalda daga:
Þriðjudag 13. apríl kl. 20
Miðvikudag 14. apríl kl. 20
Fimmtudag 15. apríl kl. 20
Laugardag 17. apríl kl. 16
Efnisskrá vortónleikanna er fjölbreytt að vanda. Segja má að hún sé sótt í hinn hefðbundna og þrautreynda grunn karlakóratónlistar sem flestir velunnarar Fóstbræðra munu kannast vel við en einnig hljómar ný tónlist úr smiðju íslenskra tónskálda.
Einsöngvarar á tónleikunum verða Auður Gunnarsdóttir, sópransöngkona og félagar úr Fóstbræðrum.