Auður í ÍÓ lau 20. nóv. kl. 17

Útgáfutónleikar vegna geisladisksins Little Things Mean a Lot, þar sem Auður Gunnarsdóttir og kammerhljómsveitin Salon Islandus sameina krafta sína, verða haldnir í Íslensku óperunni laugardaginn 20. nóvember kl. 17.

Á tónleikunum hljómar tónlist af geisladiskinum; ljúflingslög á borð við Moon River, Over the Rainbow, So in Love, Smoke Gets in Your Eyes, All the Things You Are og fleiri lög, í vönduðum flutningi frábærra tónlistarmanna. Hljómsveitina Salon Islandus skipa þau Anna Guðný Guðmundsdóttir, Sigurður Ingvi Snorrason. Sigrún Eðvaldsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Martial Nardeau, Pálína Árnadóttir, Hávarður Tryggvason og Pétur Grétarsson.

Miðaverð 2.500 kr.