Vegna fjölda áskorana verða frábærlega vel heppnaðir tónleikar Prímadonnanna – sópransöngkvennanna Auðar Gunnarsdóttur, Elínar Óskar Óskarsdóttur, Huldu Bjarkar Garðarsdóttur og Þóru Einarsdóttur – endurteknir sunnudagskvöldið 19. apríl kl. 20.
Tónlistargagnrýnandi Morgunblaðsins, Ríkarður Örn Pálsson, gaf tónleikunum fjórar stjörnur og sagði Prímadonnurnar hafa slegið rækilega í gegn. Í grein sinni hrósar hann meðal annars metnaðarfullri og fjölbreyttri efnisskrá, frábærri sviðsframkomu og glæsilegum söng.
Missið ekki af þessum einstökum listviðburði þar sem fjórar af fremstu sópransöngkonum landsins koma fram ásamt píanóleikaranum Antoníu Hevesi. Nánari upplýsingar um miðaverð og afsláttarkjör eru í viðhengi. Þeir sem vilja tryggja sér bestu sætin strax geta pantað miða á http://www.opera.is/ eða www.midi.is . Ef um er að ræða afsláttarmiða, vinsamlegast hafið samband við Eddu Jónasdóttur, miðasölustjóra, s.511-6400 / 511-4200, edda@opera.is
Hér er á ferðinni einstakt tækifæri til að gleðjast saman eina kvöldstund og njóta frábærra tónlistaratriða í fallegu umhverfi.
Kær kveðja,
Prímadonnurnar og Íslenska Óperan